Mun ástandið versna? Ingimar Einarsson skrifar 23. október 2017 07:00 Þann 21. júní sl. stóð KPMG á Íslandi fyrir fræðslufundi fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem eru áhugasamir um stefnumótun í heilbrigðismálum. Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.Glöggt er gestsaugað Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig. Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.Heilbrigðisáætlun Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi. En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.Óbreytt hlutdeild Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).Vaxandi þjónustuþörf Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. júní sl. stóð KPMG á Íslandi fyrir fræðslufundi fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem eru áhugasamir um stefnumótun í heilbrigðismálum. Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.Glöggt er gestsaugað Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig. Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.Heilbrigðisáætlun Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi. En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.Óbreytt hlutdeild Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).Vaxandi þjónustuþörf Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun