Fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2017 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir.
Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00
Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30