Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt Bogason hæstaréttardómari. Vísir/Valli Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Jón Steinar er fyrrverandi dómari í Hæstarétti en í riti sínu setur hann fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindra dómara. Í ítarlegu viðtali við Vísi í tilefni af útgáfu bókarinnar kvaðst Jón Steinar ekki telja tilefni til málshöfðana vegna ærumeiðandi ummæla, „en komi hver sem koma vill," bætti hann þó við. Ásakaður um dómsmorð Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Þá segir að í ritinu sé byggt á eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu dómsmorð: „Dómsmorð er ... dráp af ásettu ráði, þar sem réttarfarið verður að morðtólinu. Hér er því um ,,intentional (ásetnings-) miscarriage of justice” að ræða. Með orðinu dómsmorð er einnig átt við hitt, þegar verknaðurinn leiðir eigi til dauða fórnarlambsins, heldur óverðskuldaðrar refsingar, eins og t.d. í Dreyfusar-málinu; og hægt er að fremja það, þar sem lögmál þau, er gilda um vandaðan málsrekstur, eru brotin, svo sem með þarf, til þess að komast megi að rangri niðurstöðu.” (bls. 63 í riti Jóns Steinars). Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því. Í tilkynningunni segir jafnframt að þess sé krafist að fimm ummæli í ritinu verði dæmd dauð og ómerk. Stefna í málinu hefur verið birt. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 15. nóvember 2017. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Jón Steinar er fyrrverandi dómari í Hæstarétti en í riti sínu setur hann fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindra dómara. Í ítarlegu viðtali við Vísi í tilefni af útgáfu bókarinnar kvaðst Jón Steinar ekki telja tilefni til málshöfðana vegna ærumeiðandi ummæla, „en komi hver sem koma vill," bætti hann þó við. Ásakaður um dómsmorð Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Þá segir að í ritinu sé byggt á eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu dómsmorð: „Dómsmorð er ... dráp af ásettu ráði, þar sem réttarfarið verður að morðtólinu. Hér er því um ,,intentional (ásetnings-) miscarriage of justice” að ræða. Með orðinu dómsmorð er einnig átt við hitt, þegar verknaðurinn leiðir eigi til dauða fórnarlambsins, heldur óverðskuldaðrar refsingar, eins og t.d. í Dreyfusar-málinu; og hægt er að fremja það, þar sem lögmál þau, er gilda um vandaðan málsrekstur, eru brotin, svo sem með þarf, til þess að komast megi að rangri niðurstöðu.” (bls. 63 í riti Jóns Steinars). Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því. Í tilkynningunni segir jafnframt að þess sé krafist að fimm ummæli í ritinu verði dæmd dauð og ómerk. Stefna í málinu hefur verið birt. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 15. nóvember 2017.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira