Íslensku skrímslin munu fara alla leið til Japan Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Haldið verður útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði vegna bókarinnar Skrímslin í Hraunlandi á laugardaginn. Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan. Það var síðastliðið haust sem japanskur dreifingaraðilli hafði samband við Ölmu Björk Ástþórsdóttur, eiganda Monstra ehf. Hann hafði heillast af skrímslunum þegar hann var hér á landi sem ferðamaður og vildi fá þau alla leið til Japans. Alma fékk þá hjálp frá sendiráði Íslands í Tókýó og Íslandsstofu við að koma á samstarfi. „Í febrúar fórum við svo til Tókýó þar sem ég skrifaði undir dreifingarsamninginn,“ segir Alma sem hefur háleit markmið. „Við ætlum ekkert að stoppa við Japan. Við sjáum það á erlendum viðskiptavinum okkar hérlendis að skrímslin eiga klárlega erindi um allan heim. Þau eru öll handgerð þar sem vandað er til verka og fólk kann að meta það.“ Spurð út í hvort hana hafi einhvern tímann grunað að skrímslin myndu ná svona langt segir Alma Björk: „Nei, alls ekki. Í fyrstu var hugsunin bara að gera eitthvað úr afgangsefnum í stað þess að henda þeim. Ég notaði alls kyns búta, afklippur og jafnvel gömul föt í útlimi. En salan fór strax vel af stað og áður en ég vissi af var ég farin að kaupa afgangsull hjá Glófa og góðar saumakonur í bænum voru duglegar að safna afskurði fyrir mig.“ Aðspurð hvar hún sjái skrímslin sín fyrir sér eftir 10 ár segir Alma næstu skref vera að stækka fyrirtækið enn frekar. „Næstu skref hjá okkur eru að stækka fyrirtækið, gefa út fleiri bækur og koma upp skrímslasmiðjum bæði hérlendis og erlendis.“ Nýverið kom svo út bók um skrímslin, bókin Skrímslin í Hraunlandi. „Í bókinni „Skrímslin í Hraunlandi“ fylgjumst við með því hvernig skrímslin þurftu að flýja heimili sín, torfbæina, sökum tækninnar og þurfa nú að læra að lifa af í íslenskri náttúru. Útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með bókinni viljum við kynna skrímslin betur fyrir íslenskum börnum enda hafa skrímslin tengingu í íslenska arfleifð og náttúru ásamt því að boða umhverfisvernd. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast þessum málefnum á skemmtilegan hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira