Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Myndin er af Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata, Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og var tekin í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 daginn eftir kosningar. vísir/anton brink Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00