Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Vísir/AFP Ein af þeim 26 sem létu lífið í árás Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas á sunnudag var hin 71 árs gamla Lula White, amma eiginkonu Kelley. Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. Tengdamóðir Kelley var ekki viðstödd sunnudagsmessuna um helgina þar sem mesta fjöldamorðið í sögu Texas ríkis var framið. Bandarískir fjölmiðlar – CNN og CBS News þeirra á meðal – greina hins vegar frá að móðir tengdamóður Kelley hafi verið í kirkjunni og látið þar lífið. White á lengi að hafa starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar. Mary Mishler Clyburn, systir White, segir hana hafa verið æðislega og ástríka manneskju sem hafi elskað guð sinn. „Hún elskaði kirkju sína. Þau voru öll bestu vinir hennar,“ segir Clyburn. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að bandaríska flughernum hafi láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr hernum með skömm. Með slíkan dóm á bakinu hefði hann ekki átt að geta keypt sér skotvopn, en vegna mistaka var FBI aldrei tilkynnt um dóminn. Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Fórnarlömb Kelley voru á aldrinum átján mánaða til 77 ára. Þegar Kelley yfirgaf kirkjuna lenti hann í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford. Lögreglan segir Willeford hafa sært Kelley áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Willeford og Johnny Langendorf, annar heimamaður, eltu Kelley á bíl. Kelley hringdi í föður sinn úr bílnum og sagði að hann myndi ekki lifa þetta af og mun svo hafa skotið sig, samkvæmt lögreglu. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Ein af þeim 26 sem létu lífið í árás Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas á sunnudag var hin 71 árs gamla Lula White, amma eiginkonu Kelley. Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. Tengdamóðir Kelley var ekki viðstödd sunnudagsmessuna um helgina þar sem mesta fjöldamorðið í sögu Texas ríkis var framið. Bandarískir fjölmiðlar – CNN og CBS News þeirra á meðal – greina hins vegar frá að móðir tengdamóður Kelley hafi verið í kirkjunni og látið þar lífið. White á lengi að hafa starfað sem sjálfboðaliði innan kirkjunnar. Mary Mishler Clyburn, systir White, segir hana hafa verið æðislega og ástríka manneskju sem hafi elskað guð sinn. „Hún elskaði kirkju sína. Þau voru öll bestu vinir hennar,“ segir Clyburn. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að bandaríska flughernum hafi láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr hernum með skömm. Með slíkan dóm á bakinu hefði hann ekki átt að geta keypt sér skotvopn, en vegna mistaka var FBI aldrei tilkynnt um dóminn. Lögreglan hefur gefið út að Kelley hafi mætt í kirkjuna með fimmtán skothylki og hann hafi skotið 450 skotum. Fórnarlömb Kelley voru á aldrinum átján mánaða til 77 ára. Þegar Kelley yfirgaf kirkjuna lenti hann í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford. Lögreglan segir Willeford hafa sært Kelley áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Willeford og Johnny Langendorf, annar heimamaður, eltu Kelley á bíl. Kelley hringdi í föður sinn úr bílnum og sagði að hann myndi ekki lifa þetta af og mun svo hafa skotið sig, samkvæmt lögreglu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Donald Trump segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. 6. nóvember 2017 11:10
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15