Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. vísir/afp „Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
„Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30
Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45