Fallegustu staðir Íslands fundnir: Vestfirðir heilla Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 19:30 Vestfirðir heilla flesta af álitsgjöfum Vísis en fjölmargir staðir koma til greina sem þeir fallegustu á Íslandi. Við Íslendingar höfum tekið á móti milljónum ferðamanna síðustu ár og virðast ferðalangar hugfangnir af íslenskri náttúru. Okkur á Lífinu fannst því tilvalið að taka nokkra vel valda Íslendinga tali og fá botn í það, í eitt skipti fyrir öll, hver væri fallegasti staður landsins. Margir álitsgjafa okkar áttu í erfiðleikum með að gera upp hug sinn um fegurstu staði landsins, á meðan aðrir þurftu varla að hugsa sig um. Vestfirðir heilla flesta af álitsgjöfum okkar, en Ásbyrgi, ein helsta perla Norðurlands, fylgir fast á hæla fjarðanna. Eigum við ekki bara að vinda okkur beint í niðurstöðurnar og sjá hvað álitsgjafar okkar hafa segja um fallegustu staði landsins?Fjöllin á Vestfjörðum heilla marga Íslendinga.Vísir/Stefán1. sæti - Vestfirðir „Náttúran, tengin við sjóinn, fjölbreytileikinn, mannlífið, tiltölulega ósnortið.“ „Ótrúlega fallegt að fljúga þar yfir og sjá fjöllin.“ „Að keyra eitthvað af þessum vegum og uppá heiði og sjá yfir alla firðina. Það er engu líkt.“ „Vestfirðir eru fallegasta svæði Íslands. Fjöllin umvefjandi fögur, hlý en einnig ógnvekjandi með sínu grjóthruni og snjóflóðum. Þar að auki hafið allt um kring. Þessi blanda er engu lík.“„Það er erfitt að velja einhvern einn stað eða bæjarfélag á Vestfjörðum þegar kemur að fegurðarsamkeppni en landshlutinn er ein stór náttúruperla með sínu tignarlegu fjöllum og fjörðum. Suðureyri stal reyndar hjarta mínu í sumar svo ég nefni þann stað framar öðrum. Mögnuð orka þar!“ „Ég var orðin fullorðin þegar ég kom fyrst á Vestfirði og það var ást við fyrstu sýn. Náttúrufegurðin hvert sem litið er, fangar mann gjörsamlega. Rauðasandur, Látrabjarg, Skor, Þingeyri, Flateyri, Ísafjörður, hver staðurinn öðrum fallegri, umvefjandi náttúran og krafturinn.“Ásbyrgi er einstakur staður.Vísir/Getty Images2. sæti - Ásbyrgi „Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur. Hrikaleg fegurð. Birtingarmynd íslenskrar náttúru og smæðar mannsins.“ „Ásbyrgi er fallegasti staðurinn - sveipaður ævintýraljóma og dulúð.“ „Ásbyrgi er svolítið eins og lítið ævintýraland, fallegt, kyrrt og hljóðlátt og auðvelt að kúpla sig útúr öllu og njóta kyrrðarinnar.“ „Ásbyrgi í Vatnajökulsþjóðgarði í Norður-Þingi er eitt af sérstæðustu jarðfræðiundrum á Íslandi. Það er 3,5 kílómetra langt og rúmur kílómeter á breidd. Í miðju byrginu er klettaveggur sem skiptir því í tvennt og nefnist eyjan. Ásbyrgi er undraverður staður sem dregur orðið til sín aragrúa ferðamanna árið um kring. Þetta er sá staður á landinu sem mig langar helst til að fá að vera einn á - en það er víst borin von.“Dynjandi er meðal mikilfenglegustu fossa Íslands.Vísir3. sæti - Dynjandi „Dynjandi er alveg ótúrlegur foss, hann er hár, vatnsmikill, tignarlegur, ógurlegur, margbreytilegur og guðdómlega fallegur. Ég hef aldrei komið að Dynjanda án þess að fyllast auðmýkt gagnvart náttúrunni. Þess vegna skil ég ekki að hann sé ekki umsetinn af ferðamönnum, innlendum sem erlendum. En það er eins og lega hans, á útnára Íslands, Vestfjarðakjálkanum, geri það að verkum að fáir gefa sér tíma til að skoða hann náið. Það eru mikil mistök því þessi foss hefur vinningin margfalt yfir Gullfoss, Dettifoss og hvað þeir heita nú allir. Þegar þú kemur að Dynjanda kemur þú að honum neðan frá, þú horfir sem sagt upp fossinn en ekki niður hann. En það sem Dynjandi býður upp á sem fæstir aðrir fossar gera er margbreytilega aðkomu því frá botninum getur þú unnið þig upp. Það eru um það bil 5 stallar sem auðvelt er að færa sig upp á fótgangandi og frá hverjum þeirra sérðu fossinn í algjörlega nýju ljósi. Það er eins og þú sért að skoða nýjan foss í hvert sinn. Stundum er hann ógurlegur, stundum mildur, stundum bjartur og stundum dimmur. Ég þreytist ekki á að skoða þennan foss. Algjört draumagull.“ „Flottasti foss á Íslandi. Hér fattar maður hve lítill maður í raun er. Magnaður staður.“ „Þvílík orka, þvílík fegurð, þvílík stærð!“Landmannalaugar er vinsæll áfangastaður göngufólks.Vísir/Getty Images4. sæti - Stórurð „Þegar maður hefur keyrt næstum því eins langt og maður kemst í burtu frá Reykjavík og gengið svo dágóðan spotta til viðbótar opnast fyrir framan einhver sú magnaðasta undraveröld sem ég hef séð. Jökulsvorfin risaberg á víð og dreyf um litla eiturgræna tjörn undir hinu mögnuðu dyrfjöllum. Ótrúlegur staður.“ „Það er ekki hægt að lýsa því af hverju þessi staður er fallegur. Fegurðin felst í að koma þangað.“ „Ég hafði oft heyrt um þennan stað og gerði mér loks ferð þangað í sumar í yndislegu veðri. Ekkert af því sem sagt var um staðinn var ýkt. Einn magnaðasti töfrastaður landsins. Risastór björg hafa borist niður úr fjöllunum og mynda tröllalandslag með sléttum flötum, bláum tjörnum og lítil jökulá varðar staðinn. Yfir gnæfa Dyrfjöllin sem eru án vafa ein svipmestu fjöll Íslands. Það trúir enginn hvað þessi staður er magnaður fyrr en hann hefur komið þar. Orð og myndir nægja ekki.“ „Það er eins og að vera komin inn í leikmynd á einhverri sci-fi mynd. Sterkir litir og svakaleg form í náttúrunni. Ég varð bara feimin.“5. sæti - Landmannalaugar „Litirnir, endalaus form af hrauni og hitinn í lauginni hleður þig náttúrulegri orku.“ „Landslagið sem virðist hannað af listmálara. Þarna er allt svo fullkomið að ég trúi aldrei því sem ég sé. Litirnir og formin er skólabókardæmi hvernig litir og form eiga að vera. Gönguleiðir út um allt, stuttar og langar, en það þarf ekki einu sinni að fara af bílaplaninu til þess að standa angdofa löngum stundum, maður þarf næstum því að minna sig á að anda.“ „Þangað þurfa einfaldlega allir að fara.“Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa.Vísir/Pjetur6. sæti - Vestmannaeyjar „Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og hefur mér ávallt fundist þær vera einar af náttúruperlum Íslands. Það er svo guðdómlegt að horfa yfir eyjarnar á góðum sumardegi og sjá þessi tvö eldfjöll og hraunið blasa við manni ásamt bæjarfélaginu í miðjunni.“ „Það jafnast ekkert á við fallegan dag í Eyjum.“ „Mér líður alltaf vel þegar ég kem til Vestmannaeyja, þó ég eigi engar ættir að rekja þangað. Það er bara eitthvað við þennan stað sem heillar mig alltaf upp úr skónum.“Álitsgjöfum þykir erfitt að gera uppá milli staða á Snæfellsnesi.Vísir/GVA7. sæti - Snæfellsnes „Snæfellsnesið, Hellissandur, Hellnar, Arnarstapi, Dritvík, Langisandur, Stykkishólmur, Búðir... já Snæfellsnesið eins og það leggur sig.“ „Undir Snæfellsjökli á Snæfellsnesi. Arnastapi og Hellnar eru magnaðir staðir. Þeir eru ekki bara fallegir heldur líka göldróttir.“ „Mér hefur alltaf verið hlýtt til Snæfellsness og kem þangað oft. Nesið allt er eitthvað svo kynngimagnað og endurnærandi í sterkri nærveru sinni. Að öllum öðrum stöðum á Snæfellsnesinu ólöstuðum, er Berserkjahraun í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég verð alltaf fyrir uppljómun þegar ég kem þangað, missi eiginlega úr hjartslátt, það er svo fallegt.“ „Líkt og með Vestfirði, þá er ekki hægt að gera uppá milli staða á Snæfellsnesi.“8. sæti - Þingvellir „Þingvellir eru að mínu mati nauðsynlegir á þennan lista. Þar tengjast saga staðarins við magnaða náttúrufegurð á þann hátt að mann setur eiginlega hljóðan í hvert skipti. Ég geri ekki upp á milli árstíða, Þingvellir eru alltaf jafn fallegir.“ „Á góðum sumardegi eða þegar góð stilla er og bjart er yfir völlunum þá finnur maður ákveðinn kraft frá öllu berginu og vatninu á meðan ég hugsa um alla söguna sem hefur átt sér stað þar.“Akureyri á sérstakan stað í hjörtum margra.Vísir/Getty Images9. sæti - Akureyri „Akureyri í desember er engu lík - dúnalogn yfir bænum þegar kirkjuklukkurnar kveðja fyrir nóttina og bærinn á kafi í snjó.“ „Akureyri er fallegasti kaupstaðurinn - góður andi þar og svo er Eyjafjörðurinn óvenju fallegur í stillu og tunglsljósi.“ „Mér finnst alltaf jafn yndislegt að koma á Akureyri og finna friðinn þar.“Rómantíkin svífur yfir vötnum í Flatey.Vísir/Hörður10. sæti - Flatey á Breiðafirði „Það er ekki hægt annað en nefna Flatey í Breiðafirði, algjörlega einstakur staður sem er endurnærandi að heimsækja.“ „Öll eyjan er ótrúlega falleg og mikið konfekt fyrir augað. Fallegust finnst mér leynilautin Svínabæli. En þar má óska sér og hafa allar mínar óskir ræst sem ég hef sent út í hafið þaðan.“ „Rómantísk, geggjað útsýni í allar áttir, góður andi.“ ---- Nokkrir álitsgjafa okkar vildu skiljanlega ekki gera uppá milli staða og sögðu Ísland allt í raun fallegast. Aðrir fóru óhefðbundnar leiðir eins og þessi hér: „Svæðið á milli herðablaða og rass á konunni minni; oft nefnt mjóbak. Svæðið frá tám og upp fyrir enn i á konunni minni. Sá staður sem dætur mínar eru saman á í það og það skiptið.“Aðrir staðir sem komust á blað, þó þeir rötuðu ekki í topp tíu voru:Askja, Skaftafell, Borgarfjörður Eystri, Djúpalónssandur, Hornstrandir, Herðubreiðarlindir, Hrafnabjargarfoss, Bifröst (fyrir háskólabyggðina), Grandi, Langisjór, Esjan, Akrafjall og skarðsheiðin, Langjökull, Hrafnavík, Djúpavík, Öskjuvatn, Gjáin í Þjórsárdal, Háifoss í Fossá í Þjórsárdal, Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði, Austfirðir, Svartifoss, Laugavalladalur við Kárahnjúka, Haukadalur, Geirþjófsfjörður í Arnarfirði, Uppsalir í Selárdal, Krísuvík, hálendið, Heiðmörk, Reykholt í Biskupstungum, Laugarvatn, Kerlingafjöll, Þórsmörk, Ægissíða, Breiðamerkursandur, Hljómskálagarðurinn, Akrafjallið, Ólafsvík, Djúpið á Vestfjörðum, Öskjuhlíð, Gránunes á Kili, Upptakalindir Rauðufossakvíslar, Reykjadalur í Hveragerði, Hrísey, Mývatn, pallurinn á Kaffivagninum, Borgarfjörður, Hólar í Hjaltadal, Hraunfossar, Þríhnúkagígur, Jökulsárlón, Mýrdalssandur.Álitsgjafar:Baldvin Esra Einarsson, sölustjóri Saga Travel og GeoIceland, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og leiðsögumaður, Finnbogi Þorkell Jónsson, leikari og leiðsögumaður, Helgi Seljan, fréttamaður, Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari, Einar Scheving, trommuleikari, Sissa Ólafsdóttir, ljósmyndari, Geir Ólafsson, tónlistarmaður, Eiríkur Jónsson, ritstjóri, Védís Vantída Guðmundsdóttir, tónlistarkona, Kári Viðarsson, listamaður, Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur, Gunnar Helgason, leikari, leikstjóri og rithöfundur, Anna Bergljót Thorarensen, leikskáld, Elfar Logi, leikari á landsbyggð, Heiða Helgadóttir, ljósmyndari, Einar Bárðar, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður, Björk Eiðsdóttir, ritstjóri, Viðar Eggertsson, djöfulsins snillingur, Magnús Hannibalsson, vefari, Hanna Kristín Friðriksson, alþingiskona, Árni Tryggvason, ljósmyndari, leiðsögumaður og rithöfundur, Halldóra Rut Baldursdóttir, leikkona, Ásta Sveinsdóttir, samfélagsmiðla- og skemmtanadrottning, Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, Diljá Ámundadóttir, þjónustustjóri hjá Hörpu og varaborgarfulltrúi, Adda Rut Jónsdóttir, sviðslistakona. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Við Íslendingar höfum tekið á móti milljónum ferðamanna síðustu ár og virðast ferðalangar hugfangnir af íslenskri náttúru. Okkur á Lífinu fannst því tilvalið að taka nokkra vel valda Íslendinga tali og fá botn í það, í eitt skipti fyrir öll, hver væri fallegasti staður landsins. Margir álitsgjafa okkar áttu í erfiðleikum með að gera upp hug sinn um fegurstu staði landsins, á meðan aðrir þurftu varla að hugsa sig um. Vestfirðir heilla flesta af álitsgjöfum okkar, en Ásbyrgi, ein helsta perla Norðurlands, fylgir fast á hæla fjarðanna. Eigum við ekki bara að vinda okkur beint í niðurstöðurnar og sjá hvað álitsgjafar okkar hafa segja um fallegustu staði landsins?Fjöllin á Vestfjörðum heilla marga Íslendinga.Vísir/Stefán1. sæti - Vestfirðir „Náttúran, tengin við sjóinn, fjölbreytileikinn, mannlífið, tiltölulega ósnortið.“ „Ótrúlega fallegt að fljúga þar yfir og sjá fjöllin.“ „Að keyra eitthvað af þessum vegum og uppá heiði og sjá yfir alla firðina. Það er engu líkt.“ „Vestfirðir eru fallegasta svæði Íslands. Fjöllin umvefjandi fögur, hlý en einnig ógnvekjandi með sínu grjóthruni og snjóflóðum. Þar að auki hafið allt um kring. Þessi blanda er engu lík.“„Það er erfitt að velja einhvern einn stað eða bæjarfélag á Vestfjörðum þegar kemur að fegurðarsamkeppni en landshlutinn er ein stór náttúruperla með sínu tignarlegu fjöllum og fjörðum. Suðureyri stal reyndar hjarta mínu í sumar svo ég nefni þann stað framar öðrum. Mögnuð orka þar!“ „Ég var orðin fullorðin þegar ég kom fyrst á Vestfirði og það var ást við fyrstu sýn. Náttúrufegurðin hvert sem litið er, fangar mann gjörsamlega. Rauðasandur, Látrabjarg, Skor, Þingeyri, Flateyri, Ísafjörður, hver staðurinn öðrum fallegri, umvefjandi náttúran og krafturinn.“Ásbyrgi er einstakur staður.Vísir/Getty Images2. sæti - Ásbyrgi „Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur. Hrikaleg fegurð. Birtingarmynd íslenskrar náttúru og smæðar mannsins.“ „Ásbyrgi er fallegasti staðurinn - sveipaður ævintýraljóma og dulúð.“ „Ásbyrgi er svolítið eins og lítið ævintýraland, fallegt, kyrrt og hljóðlátt og auðvelt að kúpla sig útúr öllu og njóta kyrrðarinnar.“ „Ásbyrgi í Vatnajökulsþjóðgarði í Norður-Þingi er eitt af sérstæðustu jarðfræðiundrum á Íslandi. Það er 3,5 kílómetra langt og rúmur kílómeter á breidd. Í miðju byrginu er klettaveggur sem skiptir því í tvennt og nefnist eyjan. Ásbyrgi er undraverður staður sem dregur orðið til sín aragrúa ferðamanna árið um kring. Þetta er sá staður á landinu sem mig langar helst til að fá að vera einn á - en það er víst borin von.“Dynjandi er meðal mikilfenglegustu fossa Íslands.Vísir3. sæti - Dynjandi „Dynjandi er alveg ótúrlegur foss, hann er hár, vatnsmikill, tignarlegur, ógurlegur, margbreytilegur og guðdómlega fallegur. Ég hef aldrei komið að Dynjanda án þess að fyllast auðmýkt gagnvart náttúrunni. Þess vegna skil ég ekki að hann sé ekki umsetinn af ferðamönnum, innlendum sem erlendum. En það er eins og lega hans, á útnára Íslands, Vestfjarðakjálkanum, geri það að verkum að fáir gefa sér tíma til að skoða hann náið. Það eru mikil mistök því þessi foss hefur vinningin margfalt yfir Gullfoss, Dettifoss og hvað þeir heita nú allir. Þegar þú kemur að Dynjanda kemur þú að honum neðan frá, þú horfir sem sagt upp fossinn en ekki niður hann. En það sem Dynjandi býður upp á sem fæstir aðrir fossar gera er margbreytilega aðkomu því frá botninum getur þú unnið þig upp. Það eru um það bil 5 stallar sem auðvelt er að færa sig upp á fótgangandi og frá hverjum þeirra sérðu fossinn í algjörlega nýju ljósi. Það er eins og þú sért að skoða nýjan foss í hvert sinn. Stundum er hann ógurlegur, stundum mildur, stundum bjartur og stundum dimmur. Ég þreytist ekki á að skoða þennan foss. Algjört draumagull.“ „Flottasti foss á Íslandi. Hér fattar maður hve lítill maður í raun er. Magnaður staður.“ „Þvílík orka, þvílík fegurð, þvílík stærð!“Landmannalaugar er vinsæll áfangastaður göngufólks.Vísir/Getty Images4. sæti - Stórurð „Þegar maður hefur keyrt næstum því eins langt og maður kemst í burtu frá Reykjavík og gengið svo dágóðan spotta til viðbótar opnast fyrir framan einhver sú magnaðasta undraveröld sem ég hef séð. Jökulsvorfin risaberg á víð og dreyf um litla eiturgræna tjörn undir hinu mögnuðu dyrfjöllum. Ótrúlegur staður.“ „Það er ekki hægt að lýsa því af hverju þessi staður er fallegur. Fegurðin felst í að koma þangað.“ „Ég hafði oft heyrt um þennan stað og gerði mér loks ferð þangað í sumar í yndislegu veðri. Ekkert af því sem sagt var um staðinn var ýkt. Einn magnaðasti töfrastaður landsins. Risastór björg hafa borist niður úr fjöllunum og mynda tröllalandslag með sléttum flötum, bláum tjörnum og lítil jökulá varðar staðinn. Yfir gnæfa Dyrfjöllin sem eru án vafa ein svipmestu fjöll Íslands. Það trúir enginn hvað þessi staður er magnaður fyrr en hann hefur komið þar. Orð og myndir nægja ekki.“ „Það er eins og að vera komin inn í leikmynd á einhverri sci-fi mynd. Sterkir litir og svakaleg form í náttúrunni. Ég varð bara feimin.“5. sæti - Landmannalaugar „Litirnir, endalaus form af hrauni og hitinn í lauginni hleður þig náttúrulegri orku.“ „Landslagið sem virðist hannað af listmálara. Þarna er allt svo fullkomið að ég trúi aldrei því sem ég sé. Litirnir og formin er skólabókardæmi hvernig litir og form eiga að vera. Gönguleiðir út um allt, stuttar og langar, en það þarf ekki einu sinni að fara af bílaplaninu til þess að standa angdofa löngum stundum, maður þarf næstum því að minna sig á að anda.“ „Þangað þurfa einfaldlega allir að fara.“Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa.Vísir/Pjetur6. sæti - Vestmannaeyjar „Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og hefur mér ávallt fundist þær vera einar af náttúruperlum Íslands. Það er svo guðdómlegt að horfa yfir eyjarnar á góðum sumardegi og sjá þessi tvö eldfjöll og hraunið blasa við manni ásamt bæjarfélaginu í miðjunni.“ „Það jafnast ekkert á við fallegan dag í Eyjum.“ „Mér líður alltaf vel þegar ég kem til Vestmannaeyja, þó ég eigi engar ættir að rekja þangað. Það er bara eitthvað við þennan stað sem heillar mig alltaf upp úr skónum.“Álitsgjöfum þykir erfitt að gera uppá milli staða á Snæfellsnesi.Vísir/GVA7. sæti - Snæfellsnes „Snæfellsnesið, Hellissandur, Hellnar, Arnarstapi, Dritvík, Langisandur, Stykkishólmur, Búðir... já Snæfellsnesið eins og það leggur sig.“ „Undir Snæfellsjökli á Snæfellsnesi. Arnastapi og Hellnar eru magnaðir staðir. Þeir eru ekki bara fallegir heldur líka göldróttir.“ „Mér hefur alltaf verið hlýtt til Snæfellsness og kem þangað oft. Nesið allt er eitthvað svo kynngimagnað og endurnærandi í sterkri nærveru sinni. Að öllum öðrum stöðum á Snæfellsnesinu ólöstuðum, er Berserkjahraun í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég verð alltaf fyrir uppljómun þegar ég kem þangað, missi eiginlega úr hjartslátt, það er svo fallegt.“ „Líkt og með Vestfirði, þá er ekki hægt að gera uppá milli staða á Snæfellsnesi.“8. sæti - Þingvellir „Þingvellir eru að mínu mati nauðsynlegir á þennan lista. Þar tengjast saga staðarins við magnaða náttúrufegurð á þann hátt að mann setur eiginlega hljóðan í hvert skipti. Ég geri ekki upp á milli árstíða, Þingvellir eru alltaf jafn fallegir.“ „Á góðum sumardegi eða þegar góð stilla er og bjart er yfir völlunum þá finnur maður ákveðinn kraft frá öllu berginu og vatninu á meðan ég hugsa um alla söguna sem hefur átt sér stað þar.“Akureyri á sérstakan stað í hjörtum margra.Vísir/Getty Images9. sæti - Akureyri „Akureyri í desember er engu lík - dúnalogn yfir bænum þegar kirkjuklukkurnar kveðja fyrir nóttina og bærinn á kafi í snjó.“ „Akureyri er fallegasti kaupstaðurinn - góður andi þar og svo er Eyjafjörðurinn óvenju fallegur í stillu og tunglsljósi.“ „Mér finnst alltaf jafn yndislegt að koma á Akureyri og finna friðinn þar.“Rómantíkin svífur yfir vötnum í Flatey.Vísir/Hörður10. sæti - Flatey á Breiðafirði „Það er ekki hægt annað en nefna Flatey í Breiðafirði, algjörlega einstakur staður sem er endurnærandi að heimsækja.“ „Öll eyjan er ótrúlega falleg og mikið konfekt fyrir augað. Fallegust finnst mér leynilautin Svínabæli. En þar má óska sér og hafa allar mínar óskir ræst sem ég hef sent út í hafið þaðan.“ „Rómantísk, geggjað útsýni í allar áttir, góður andi.“ ---- Nokkrir álitsgjafa okkar vildu skiljanlega ekki gera uppá milli staða og sögðu Ísland allt í raun fallegast. Aðrir fóru óhefðbundnar leiðir eins og þessi hér: „Svæðið á milli herðablaða og rass á konunni minni; oft nefnt mjóbak. Svæðið frá tám og upp fyrir enn i á konunni minni. Sá staður sem dætur mínar eru saman á í það og það skiptið.“Aðrir staðir sem komust á blað, þó þeir rötuðu ekki í topp tíu voru:Askja, Skaftafell, Borgarfjörður Eystri, Djúpalónssandur, Hornstrandir, Herðubreiðarlindir, Hrafnabjargarfoss, Bifröst (fyrir háskólabyggðina), Grandi, Langisjór, Esjan, Akrafjall og skarðsheiðin, Langjökull, Hrafnavík, Djúpavík, Öskjuvatn, Gjáin í Þjórsárdal, Háifoss í Fossá í Þjórsárdal, Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði, Austfirðir, Svartifoss, Laugavalladalur við Kárahnjúka, Haukadalur, Geirþjófsfjörður í Arnarfirði, Uppsalir í Selárdal, Krísuvík, hálendið, Heiðmörk, Reykholt í Biskupstungum, Laugarvatn, Kerlingafjöll, Þórsmörk, Ægissíða, Breiðamerkursandur, Hljómskálagarðurinn, Akrafjallið, Ólafsvík, Djúpið á Vestfjörðum, Öskjuhlíð, Gránunes á Kili, Upptakalindir Rauðufossakvíslar, Reykjadalur í Hveragerði, Hrísey, Mývatn, pallurinn á Kaffivagninum, Borgarfjörður, Hólar í Hjaltadal, Hraunfossar, Þríhnúkagígur, Jökulsárlón, Mýrdalssandur.Álitsgjafar:Baldvin Esra Einarsson, sölustjóri Saga Travel og GeoIceland, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og leiðsögumaður, Finnbogi Þorkell Jónsson, leikari og leiðsögumaður, Helgi Seljan, fréttamaður, Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari, Einar Scheving, trommuleikari, Sissa Ólafsdóttir, ljósmyndari, Geir Ólafsson, tónlistarmaður, Eiríkur Jónsson, ritstjóri, Védís Vantída Guðmundsdóttir, tónlistarkona, Kári Viðarsson, listamaður, Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur, Gunnar Helgason, leikari, leikstjóri og rithöfundur, Anna Bergljót Thorarensen, leikskáld, Elfar Logi, leikari á landsbyggð, Heiða Helgadóttir, ljósmyndari, Einar Bárðar, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður, Björk Eiðsdóttir, ritstjóri, Viðar Eggertsson, djöfulsins snillingur, Magnús Hannibalsson, vefari, Hanna Kristín Friðriksson, alþingiskona, Árni Tryggvason, ljósmyndari, leiðsögumaður og rithöfundur, Halldóra Rut Baldursdóttir, leikkona, Ásta Sveinsdóttir, samfélagsmiðla- og skemmtanadrottning, Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, Diljá Ámundadóttir, þjónustustjóri hjá Hörpu og varaborgarfulltrúi, Adda Rut Jónsdóttir, sviðslistakona.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira