Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 08:00 Geir H. Haarde og Davíð Oddsson Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira