Dýrin hafa myndað meirihluta og funda í Alþingishúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2017 12:00 Skemmtilegt myndband frá Jane Telephonda. Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera. Hljómsveitin Jane Telephonda tók sig því til, setti upp kjörklefa í fjárhúsum, fjósum, hesthúsum og hænsnakofum víðs vegar um land og efndi til kjörfundar málleysingja. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi frá setningu Alþingis. Að athöfn í Dómkirkjunni lokinni leiddu æðstuprestarnir hina nýkjörnu fulltrúa þjóðarinnar inn í Alþingishúsið, þar sem við tóku óhefðbundnar umræður í fundarherbergi viðbyggingarinnar. Fyrsta mál á dagskrá var einmanaleiki einhyrningsins, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í ástarmálum. Hófst þá ævintýraferð, þar sem hersingin þrammaði niður í Laugardal, í leit að hamingjunni fyrir einhyrnda vin sinn. Hljómsveitin Jane Telephonda er hugarfóstur Ívars Páls Jónssonar, en hann er þekktastur fyrir konseptplötuna Revolution in the Elbow, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Með honum í sveitinni eru eiginkona hans, Ásdís Rósa, Albert Þorbergsson, Brynjar Páll Björnsson, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson. Samtals eiga meðlimir sveitarinnar 19 börn og er því gjarnan handagangur í öskjunni í tíðum fjölskyldugrillpartíum sveitarinnar.Bóseind kærleikansÍ dag kemur út fyrsta plata sveitarinnar, Boson of Love, hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Hún er fáanleg á öllum stafrænum veitum, svo sem Spotify og Apple Music. Myndbandið hér að neðan er við titillag þeirrar plötu. „Lagið fjallar um það hvernig við leitum sífellt að uppruna alheimsins og tilverunnar, t.d. með því að leita að Higgs bóseindinni, sem gefur vísbendingu um að til sé eitthvert orkusvið sem gefi öllum hlutum massa. Samt komumst við lítið nær grundvallarsannleikanum. Af hverju er þetta svið þá til? Hvernig varð það til? En, við getum fundið tilgang lífsins í kærleikanum. Við vitum að hann er til og gefur lífinu gildi. Bóseind kærleikans - Boson of Love,“ útskýrir Ívar.Útgáfutónleikar í Tjarnarbíói eftir vikuÚtgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Tjarnarbíói eftir viku, föstudaginn 24. nóvember og er hægt að kaupa miða á tix.is. Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera. Hljómsveitin Jane Telephonda tók sig því til, setti upp kjörklefa í fjárhúsum, fjósum, hesthúsum og hænsnakofum víðs vegar um land og efndi til kjörfundar málleysingja. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi frá setningu Alþingis. Að athöfn í Dómkirkjunni lokinni leiddu æðstuprestarnir hina nýkjörnu fulltrúa þjóðarinnar inn í Alþingishúsið, þar sem við tóku óhefðbundnar umræður í fundarherbergi viðbyggingarinnar. Fyrsta mál á dagskrá var einmanaleiki einhyrningsins, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í ástarmálum. Hófst þá ævintýraferð, þar sem hersingin þrammaði niður í Laugardal, í leit að hamingjunni fyrir einhyrnda vin sinn. Hljómsveitin Jane Telephonda er hugarfóstur Ívars Páls Jónssonar, en hann er þekktastur fyrir konseptplötuna Revolution in the Elbow, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Með honum í sveitinni eru eiginkona hans, Ásdís Rósa, Albert Þorbergsson, Brynjar Páll Björnsson, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson. Samtals eiga meðlimir sveitarinnar 19 börn og er því gjarnan handagangur í öskjunni í tíðum fjölskyldugrillpartíum sveitarinnar.Bóseind kærleikansÍ dag kemur út fyrsta plata sveitarinnar, Boson of Love, hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Hún er fáanleg á öllum stafrænum veitum, svo sem Spotify og Apple Music. Myndbandið hér að neðan er við titillag þeirrar plötu. „Lagið fjallar um það hvernig við leitum sífellt að uppruna alheimsins og tilverunnar, t.d. með því að leita að Higgs bóseindinni, sem gefur vísbendingu um að til sé eitthvert orkusvið sem gefi öllum hlutum massa. Samt komumst við lítið nær grundvallarsannleikanum. Af hverju er þetta svið þá til? Hvernig varð það til? En, við getum fundið tilgang lífsins í kærleikanum. Við vitum að hann er til og gefur lífinu gildi. Bóseind kærleikans - Boson of Love,“ útskýrir Ívar.Útgáfutónleikar í Tjarnarbíói eftir vikuÚtgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Tjarnarbíói eftir viku, föstudaginn 24. nóvember og er hægt að kaupa miða á tix.is.
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira