Andri Rúnar er fyrsti 19 marka maðurinn sem fær ekki tækifæri með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 12:30 Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas. Mynd/Adidas Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild á Ísland með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík í sumar. Hann varð þar með fimmti meðlimurinn í 19 marka klúbbnum en þar voru áður þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Líkt og með hina fjóra þá er Andri Rúnar kominn út í atvinnumennsku en hann mun spila með sænska liðinu Helsingborgs IF á næsta ári. Pétur fór til hollenska liðsins Feyenoord, Guðmundur Torfason fór til belgíska félagsins Beveren, Þórður Guðjónsson samdi við þýska liðið Bochum og Tryggvi Guðmundsson gerðist leikmaður norska félagsins Tromsö. Það sem Andri Rúnar á hinsvegar ekki sameiginlegt með hinum fjórum er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.Sjá einnig:Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Allir hinir fjórir fengu að spila með landsliðinu haustið sem þeir settu eða jöfnuðu markametið. Pétur, Þórður og Tryggvi spiluðu allir fyrsta A-landsleikinn sinn þetta sama ár en Guðmundur hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik árið á undan. Guðmundur er líka sá af þeim sem fékk fæstar mínútur þetta haust en hann kom inná sem varamaður í einum leik og spilaði þá í 11 mínútur. Hann hafði hinsvegar spilað tvo landsleiki fyrr á árinu (1986). Pétur Pétursson spilaði allar mínútur í boði haustið sem hann setti markametið (1978) og bæði Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997) voru komnir í stór hlutverk með landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá landsliðstölfræði 19 marka mannanna fimm á metárinu.19 marka mennirnir og tækifærin með landsliðinuPétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1978 - 5 landsleikir og 1 mark 1978 - 360 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberGuðmundur Torfason skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986 - 3 landsleikir og 0 mörk 1986 - 11 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberÞórður Guðjónsson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1993 - 2 landsleikir og 0 mörk 1993 - 172 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberTryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997 - 6 landsleikir og 3 mörk 1997 - 204 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberAndri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk fyrir Grindavík sumarið 2017 - 0 landsleikir - 0 landsliðsmínútur í september, október eða nóvember Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild á Ísland með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík í sumar. Hann varð þar með fimmti meðlimurinn í 19 marka klúbbnum en þar voru áður þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Líkt og með hina fjóra þá er Andri Rúnar kominn út í atvinnumennsku en hann mun spila með sænska liðinu Helsingborgs IF á næsta ári. Pétur fór til hollenska liðsins Feyenoord, Guðmundur Torfason fór til belgíska félagsins Beveren, Þórður Guðjónsson samdi við þýska liðið Bochum og Tryggvi Guðmundsson gerðist leikmaður norska félagsins Tromsö. Það sem Andri Rúnar á hinsvegar ekki sameiginlegt með hinum fjórum er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.Sjá einnig:Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Allir hinir fjórir fengu að spila með landsliðinu haustið sem þeir settu eða jöfnuðu markametið. Pétur, Þórður og Tryggvi spiluðu allir fyrsta A-landsleikinn sinn þetta sama ár en Guðmundur hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik árið á undan. Guðmundur er líka sá af þeim sem fékk fæstar mínútur þetta haust en hann kom inná sem varamaður í einum leik og spilaði þá í 11 mínútur. Hann hafði hinsvegar spilað tvo landsleiki fyrr á árinu (1986). Pétur Pétursson spilaði allar mínútur í boði haustið sem hann setti markametið (1978) og bæði Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997) voru komnir í stór hlutverk með landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá landsliðstölfræði 19 marka mannanna fimm á metárinu.19 marka mennirnir og tækifærin með landsliðinuPétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1978 - 5 landsleikir og 1 mark 1978 - 360 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberGuðmundur Torfason skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986 - 3 landsleikir og 0 mörk 1986 - 11 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberÞórður Guðjónsson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1993 - 2 landsleikir og 0 mörk 1993 - 172 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberTryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997 - 6 landsleikir og 3 mörk 1997 - 204 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberAndri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk fyrir Grindavík sumarið 2017 - 0 landsleikir - 0 landsliðsmínútur í september, október eða nóvember
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira