Hönnun úr íslenskum efnivið Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2017 16:00 Dóra lét gamlan draum rætast í miðju efnahagshruninu. Vísir/Hanna „Ég lærði innanhússarkitektúr í Kaupmannahöfn á sínum tíma og hef um árabil unnið við mitt fag. Þegar efnahagshrunið skall á og eftirspurn eftir innanhússhönnun minnkaði gat ég leyft mér að láta gamlan draum rætast og fór að hanna lampa, ljós, borð og kolla. Ég lagði af stað með að nota íslenskan efnivið og íslenska framleiðslu í mín verk. Íslenskt lerki frá Hallormsstað og rekaviður af Ströndum varð fyrir valinu en ég nota líka íslensku ullina við mína hönnun,“ segir Dóra Hansen en umhverfismál eru henni hugleikin. „Sjálfbærni og umhverfi skipta mig miklu máli og mig langaði að hanna hluti sem myndu erfast á milli kynslóða."Borðið ber með sér að vera undir áhrifum frá gömlu, íslensku handverki.Útskorið borð Fyrsta húsgagnið sem Dóra hannaði er borð úr þykkum rekaviðarborðum, sett saman úr járnstöngum og ein fjölin er handútskorin af Jóni Adolf Steinólfssyni. „Þarna í miðju hruninu var ég að leita í ræturnar og prófa að nota eitthvað þjóðlegt og færa það í nútímalegan búning. Rekaviðurinn er eini smíðaviðurinn sem við Íslendingar höfum haft í gegnum tíðina og mér finnst saga hans svo skemmtileg. Rekaviður var lengi vel notaður til að smíða báta og var mikilvægt burðarefni í hús,“ segir Dóra en hún fær rekaviðinn hjá bónda á Ströndum. „Þetta er langt ferli og mætti kalla „slow-design“. Bóndinn dregur viðinn í land fyrir mig, ég kem honum í bíl og keyri í sumarbústaðinn minn og þurrka hann þar. Það sem ég hanna úr viðnum er dálítið dýrt, en það er líka sérstakt og ekki fjöldaframleitt. Það er heilmikil vinna á bak við hvert verk,“ bætir Dóra við. Að hennar sögn hefur orðið vitundarvakning á meðal fólks og æ fleiri sem kunna að meta vandaða hönnun sem stenst tímans tönn. „Margir hafa þá stefnu að kaupa aðeins hönnun eftir fólk sem er enn á lífi, en mér finnst eitthvað fallegt við það.“Tindur er úr lerki. Hann má m.a. sjá á veitingastað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Vísir/HannaLampar og ljós úr lerki Dóra hef hannað tvær línur sem samanstanda af lömpum og ljósum úr íslensku lerki og rekavið. „Ég vel ekki auðveldasta viðfangsefnið með því að hanna lampa og ljós. Það eru að sjálfsögðu miklar öryggiskröfur og svo þarf lýsingin að vera góð en ég hef einmitt lagt mig fram um að ná henni sem best. Fyrsti lampinn sem ég hannaði ber nafnið Tindur og ég fékk aðstoð frá Lumex við að koma honum á koppinn. Tindur er til í þremur stærðum og hann er með óbeina lýsingu til hliðanna og lýsir auk þess beint niður. Minnsta stærðin hangir t.d. í Mathúsinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Borðlamparnir sem ég hanna eru með stemningslýsingu.“ Hönnun Dóru má sjá í Ráðhúsi Reykjavíkur seinna í þessum mánuði en auk þess er fjallað um lampann Tind í nýrri hönnunarbók sem Forlagið var að gefa út, Hönnun – leiðsögn í máli og myndum. „Ákveðið var að vera með sér-kafla um íslenska hönnun og ég var svo heppin að Tindur, lampinn sem ég hannaði, var valinn til að vera með. Það er skemmtilegt að sjá íslenska hönnun í þessu alþjóðlega samhengi í bókinni. Helsti munurinn á erlendri og íslenskri hönnun er að við erum heldur frjáls í okkar sköpun. Ástæðan er talin vera sú að við höfum ekki jafn mikla hefð til að byggja á og flestar aðrar þjóðir og erum enn leitandi og svolítið ævintýraleg í því sem við erum að gera,“ segir Dóra. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni dorahansen.is.Lampinn Ronja. Skermurinn er úr rekavið. Hann er með mjög einfalda festingu, sem er miðuð við íslenska framleiðslugetu og handverk.Vísir/Hanna Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég lærði innanhússarkitektúr í Kaupmannahöfn á sínum tíma og hef um árabil unnið við mitt fag. Þegar efnahagshrunið skall á og eftirspurn eftir innanhússhönnun minnkaði gat ég leyft mér að láta gamlan draum rætast og fór að hanna lampa, ljós, borð og kolla. Ég lagði af stað með að nota íslenskan efnivið og íslenska framleiðslu í mín verk. Íslenskt lerki frá Hallormsstað og rekaviður af Ströndum varð fyrir valinu en ég nota líka íslensku ullina við mína hönnun,“ segir Dóra Hansen en umhverfismál eru henni hugleikin. „Sjálfbærni og umhverfi skipta mig miklu máli og mig langaði að hanna hluti sem myndu erfast á milli kynslóða."Borðið ber með sér að vera undir áhrifum frá gömlu, íslensku handverki.Útskorið borð Fyrsta húsgagnið sem Dóra hannaði er borð úr þykkum rekaviðarborðum, sett saman úr járnstöngum og ein fjölin er handútskorin af Jóni Adolf Steinólfssyni. „Þarna í miðju hruninu var ég að leita í ræturnar og prófa að nota eitthvað þjóðlegt og færa það í nútímalegan búning. Rekaviðurinn er eini smíðaviðurinn sem við Íslendingar höfum haft í gegnum tíðina og mér finnst saga hans svo skemmtileg. Rekaviður var lengi vel notaður til að smíða báta og var mikilvægt burðarefni í hús,“ segir Dóra en hún fær rekaviðinn hjá bónda á Ströndum. „Þetta er langt ferli og mætti kalla „slow-design“. Bóndinn dregur viðinn í land fyrir mig, ég kem honum í bíl og keyri í sumarbústaðinn minn og þurrka hann þar. Það sem ég hanna úr viðnum er dálítið dýrt, en það er líka sérstakt og ekki fjöldaframleitt. Það er heilmikil vinna á bak við hvert verk,“ bætir Dóra við. Að hennar sögn hefur orðið vitundarvakning á meðal fólks og æ fleiri sem kunna að meta vandaða hönnun sem stenst tímans tönn. „Margir hafa þá stefnu að kaupa aðeins hönnun eftir fólk sem er enn á lífi, en mér finnst eitthvað fallegt við það.“Tindur er úr lerki. Hann má m.a. sjá á veitingastað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Vísir/HannaLampar og ljós úr lerki Dóra hef hannað tvær línur sem samanstanda af lömpum og ljósum úr íslensku lerki og rekavið. „Ég vel ekki auðveldasta viðfangsefnið með því að hanna lampa og ljós. Það eru að sjálfsögðu miklar öryggiskröfur og svo þarf lýsingin að vera góð en ég hef einmitt lagt mig fram um að ná henni sem best. Fyrsti lampinn sem ég hannaði ber nafnið Tindur og ég fékk aðstoð frá Lumex við að koma honum á koppinn. Tindur er til í þremur stærðum og hann er með óbeina lýsingu til hliðanna og lýsir auk þess beint niður. Minnsta stærðin hangir t.d. í Mathúsinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Borðlamparnir sem ég hanna eru með stemningslýsingu.“ Hönnun Dóru má sjá í Ráðhúsi Reykjavíkur seinna í þessum mánuði en auk þess er fjallað um lampann Tind í nýrri hönnunarbók sem Forlagið var að gefa út, Hönnun – leiðsögn í máli og myndum. „Ákveðið var að vera með sér-kafla um íslenska hönnun og ég var svo heppin að Tindur, lampinn sem ég hannaði, var valinn til að vera með. Það er skemmtilegt að sjá íslenska hönnun í þessu alþjóðlega samhengi í bókinni. Helsti munurinn á erlendri og íslenskri hönnun er að við erum heldur frjáls í okkar sköpun. Ástæðan er talin vera sú að við höfum ekki jafn mikla hefð til að byggja á og flestar aðrar þjóðir og erum enn leitandi og svolítið ævintýraleg í því sem við erum að gera,“ segir Dóra. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni dorahansen.is.Lampinn Ronja. Skermurinn er úr rekavið. Hann er með mjög einfalda festingu, sem er miðuð við íslenska framleiðslugetu og handverk.Vísir/Hanna
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira