Snjórinn kominn til að vera í bili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 10:58 Það skall skyndilega á með rómantískri aðventustemningu í höfuðborginni í gærkvöldi þegar snjó byrjaði að kyngja niður. Heimamenn sem ferðamenn nutu stundarinnar í ljósadýrð á Laugaveginum. Vísir/Anton Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Bjartara verður norðaustantil á landinu næstu daga þó að búast megi við einhverjum éljagangi þar í dag og á morgun. „Þessi snjór sem er kominn núna hann lifir og bætir jafnvel í. Það verða áfram einhverjar stöku éljar í dag og á morgun en svo á sunnudagskvöld hlýnar hérna fyrir sunnan og þá ganga önnur skil yfir með suðaustanátt. Það gæti snjóað í fyrstu en svo breytist það í rigningu aðfaranótt mánudags,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Það bráðnar örugglega talsvert af honum á aðfaranótt mánudags en svo er aftur éljaveður í kortunum alveg fram á fimmtudag þannig hann kemur líklega aftur í vikunni. Þá dregur heldur úr honum og hann blotnar og verður grár en svo kemur mjög líklega nýr snjór í næstu viku.“ Hann segir að annars staðar á landinu megi gera ráð fyrir rigningu á láglendi þó það snjói til fjalla. „Á suður og vestur helmingi landsins þá verður éljaveður svolítið ríkjandi á meðan það verður bjartara á norðausturlandi. Þar eru éljar í dag og á morgun en svo birtir til hjá þeim í byrjun næstu viku.“Veðurhorfur á landinuNorðvestan 18-25 A-til, hvassast við ströndina en breytileg átt 3-8 m/s V-lands. Víða él, en bjartviðri SA-til. Snjókoma um landið N-vert seint í kvöld og nótt og lægir fyrir austan.Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og él N- og NA-lands, en bjart með köflum annars staðar. Líkur á éljum vestast síðdegis og annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.Á mánudag:Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.Á miðvikudag:Suðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið SA-vert, en slydda eða snjókoma S- og V-lands. Úrkomulítið norðantil og bjartviðri á NA-landi. Hiti yfir frostmarki við suðurströndina, annars vægt frost.Á fimmtudag:Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Úrkomuminna sunnan- og vestanlands og hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Bjartara verður norðaustantil á landinu næstu daga þó að búast megi við einhverjum éljagangi þar í dag og á morgun. „Þessi snjór sem er kominn núna hann lifir og bætir jafnvel í. Það verða áfram einhverjar stöku éljar í dag og á morgun en svo á sunnudagskvöld hlýnar hérna fyrir sunnan og þá ganga önnur skil yfir með suðaustanátt. Það gæti snjóað í fyrstu en svo breytist það í rigningu aðfaranótt mánudags,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Það bráðnar örugglega talsvert af honum á aðfaranótt mánudags en svo er aftur éljaveður í kortunum alveg fram á fimmtudag þannig hann kemur líklega aftur í vikunni. Þá dregur heldur úr honum og hann blotnar og verður grár en svo kemur mjög líklega nýr snjór í næstu viku.“ Hann segir að annars staðar á landinu megi gera ráð fyrir rigningu á láglendi þó það snjói til fjalla. „Á suður og vestur helmingi landsins þá verður éljaveður svolítið ríkjandi á meðan það verður bjartara á norðausturlandi. Þar eru éljar í dag og á morgun en svo birtir til hjá þeim í byrjun næstu viku.“Veðurhorfur á landinuNorðvestan 18-25 A-til, hvassast við ströndina en breytileg átt 3-8 m/s V-lands. Víða él, en bjartviðri SA-til. Snjókoma um landið N-vert seint í kvöld og nótt og lægir fyrir austan.Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og él N- og NA-lands, en bjart með köflum annars staðar. Líkur á éljum vestast síðdegis og annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.Á mánudag:Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.Á miðvikudag:Suðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið SA-vert, en slydda eða snjókoma S- og V-lands. Úrkomulítið norðantil og bjartviðri á NA-landi. Hiti yfir frostmarki við suðurströndina, annars vægt frost.Á fimmtudag:Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Úrkomuminna sunnan- og vestanlands og hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira