Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ómar segir Björn Inga og Arnar ekki fara með sannleikann um að ný stjórn hafi ekki verið skráð hjá RSK. Vísir/Ernir Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58