Innlent

Leita konu sem ók á fimmtán ára stúlku

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ökumaðurinn var kona og ræddi hún við stúlkuna á vettvangi en ók síðan á brott.
Ökumaðurinn var kona og ræddi hún við stúlkuna á vettvangi en ók síðan á brott. Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók bifreið á gangandi vegfaranda í Skógarseli í Breiðholti um klukkan 8:30 í gærmorgun. Slysið átti sér stað við strætóbiðstöð hjá íþróttasvæði ÍR.

Lögreglunni var tilkynnt um slysið í dag, en þá hafði vegfarandinn, 15 ára stúlka, leitað á slysadeild vegna áverka. Ökumaðurinn var kona og ræddi hún við stúlkuna á vettvangi en ók síðan á brott.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að við atvik eins og þetta sé mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. 

„Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi.“

Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í einkaskilaboðum á Facebook síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×