Mega snyrtistofur bjóða upp á lækningar? Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2017 14:39 Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html). Þar er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið löggildingu landlæknis megi stunda meðferðir og lækningar enda séu þeir undir eftirliti embættisins. Ströng skilyrði eru fyrir veitingu slíkra leyfa bæði hvað varðar menntun og aðbúnað. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34 frá árinu 2012 með breytingum sem tóku gildi 1. júlí 2014) eru taldar upp þær stéttir sem heyra undir skilgreininguna heilbrigðisstarfsmaður. Þar segir ennfremur að sá sem hefur ekki leyfi landlæknis megi ekki veita sjúklingi meðferð eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Heilbrigðisstarfsmenn eru ábyrgir fyrir þeirri meðferð (og/eða lækningu) sem þeir veita enda skylt að vera tryggðir fyrir hugsanlegum skaða sem þeir gætu valdið. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html)Hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér í þessu greinakorni? Ástæðan er sú að ég sá póst á facebooksíðu snyrtistofu (líkamsmeðferðarstofu að sögn eigandans) hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið var að mæra eiginleika tækis sem virtist vera til sölu hjá þeim aðila sem stendur að snyrtistofunni, þar sagði orðrétt: “Hvað þýðir þetta fyrir ykkar heilsu- og snyrtifyrirtæki? Ef þið eruð nú þegar að bjóða upp á undir- og yfirþrýstingsmeðferðir getið þið einnig boðið upp á kvensjúkdómaþvagfæralækningar með tækjunum ykkar með því markmiði að konur geti stjórnað þvaglátum betur og sporna við signum grindarbotni. Þetta þýðir augljóslega umtalsverða bót á lífsgæðum!”Á undan þessari málsgrein er tækið umrædda lofað í bak og fyrir, vegna eiginleika sinna og fer höfundur póstsins um víðan völl um sjúkdómafræði og þróun kvenlíkamans í gegn um meðgöngur og eftir fæðingu. Í stuttu máli má segja að það sem sagt er á ekki við mikil rök að styðjast, hvort sem minnst er á lélegan árangur viðurkenndra meðferða né líkamlegar breytingar kvenlíkamans. Svo gripið sé aftur niður í póstinn: “Ástæðan fyrir þessu er að við fæðingar þenst mjaðmagrindin (og allir vöðvar og líffæri sem henna fylgja) um 3,5 falt sitt eigið ummál.” Á öðrum stað er sagt: “Það er hins vegar ljós í myrkrinu hvað þvagfæralækningar kvenna varðar en það er hin svokallaða lofttæmimeðferð en þar er notast við sömu aðferð og með Vacustyler tækninni eða ákveðið undirþrýstingsnudd þar sem undir- og yfirþrýstingi er beitt með reglulegu millibili”. Veit höfundur póstsins hvaða áhrif lofttæmimeðferð hefur á leggöng eða endaþarm kvenna sem eiga við vandamál að stríða? Hvað ætlar höfundur að gera ef einhver versnar af alvarlegum kvillum/sjúkdómum eftir meðferð í töfratækinu? En hvers vegna í ósköpunum er ég að eltast við að svara þessu eins og ég gerði gagnvart umdeildum pósti á facebook og þvældist út í ritdeilur þar sem ég varaði við tækinu? Nokkrar brýnar ástæður eru fyrir því. Fyrst má nefna að markhópur sá sem höfðað er til með loforðum eru konur með vandamál í kvenlíffærum og grindarbotni. Sá hópur er mjög blandaður og þar á meðal eru konur með mjög svo viðkvæma vefi, bæði bandvef, vöðvavef og taugavef. Konur sem þjást af alvarlegum kvillum sem draga mikið úr lífsgæðum þeirra. Þar geta líka verið konur með alvarlega sjúkdóma sem ættu ekki að leita aðstoðar á snyrtistofum. Að sjálfsögðu hafa allir einstaklingar rétt til þess að gera það sem þeir vilja við eigin heilsu en ættu þá að hafa í huga hver er menntun og skyldur þess sem veitir meðferðina. Og eru þá að axla fulla ábyrgð á að leita sér slíkrar meðferðar. Í öðru lagi eru rangfærslur í póstinum slíkar að ekki er við unað. Eftir ýtarlega leit í leitarvélum ritrýndra vísindagreina á netinu finnst ekki neitt sem hægt er að heimfæra upp á staðhæfingar póstsins. Weyergans kvensjúkdómaþvagfærafræði virðist ekki vera til. Einn vísindamaður fannst með þessu eftirnafni en sá/sú skrifar um æxli og aðferðir til að koma lyfjum inn í frumur, sjá hér nýjustu grein sem fannst: (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29042319) Ekki tel ég að þessi vísindamaður sé sá sem vitnað er til í facebook póstinum. En þegar upp er staðið snýst þetta í raun og veru um hverjir hafi leyfi til að auglýsa lækningar. Ekki er hægt að sitja hjá þegar aðilar sem ekki hafa til þess leyfi auglýsa lækningar eða lækningatæki. Höfundur póstsins breytti honum nokkuð eftir ritdeilurnar og er það vel þó að mínu mati ætti hún að taka hann alveg niður. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis.Höfundur er sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og stundakennari við sjúkraþjálfunarskor HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html). Þar er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið löggildingu landlæknis megi stunda meðferðir og lækningar enda séu þeir undir eftirliti embættisins. Ströng skilyrði eru fyrir veitingu slíkra leyfa bæði hvað varðar menntun og aðbúnað. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34 frá árinu 2012 með breytingum sem tóku gildi 1. júlí 2014) eru taldar upp þær stéttir sem heyra undir skilgreininguna heilbrigðisstarfsmaður. Þar segir ennfremur að sá sem hefur ekki leyfi landlæknis megi ekki veita sjúklingi meðferð eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Heilbrigðisstarfsmenn eru ábyrgir fyrir þeirri meðferð (og/eða lækningu) sem þeir veita enda skylt að vera tryggðir fyrir hugsanlegum skaða sem þeir gætu valdið. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html)Hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér í þessu greinakorni? Ástæðan er sú að ég sá póst á facebooksíðu snyrtistofu (líkamsmeðferðarstofu að sögn eigandans) hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið var að mæra eiginleika tækis sem virtist vera til sölu hjá þeim aðila sem stendur að snyrtistofunni, þar sagði orðrétt: “Hvað þýðir þetta fyrir ykkar heilsu- og snyrtifyrirtæki? Ef þið eruð nú þegar að bjóða upp á undir- og yfirþrýstingsmeðferðir getið þið einnig boðið upp á kvensjúkdómaþvagfæralækningar með tækjunum ykkar með því markmiði að konur geti stjórnað þvaglátum betur og sporna við signum grindarbotni. Þetta þýðir augljóslega umtalsverða bót á lífsgæðum!”Á undan þessari málsgrein er tækið umrædda lofað í bak og fyrir, vegna eiginleika sinna og fer höfundur póstsins um víðan völl um sjúkdómafræði og þróun kvenlíkamans í gegn um meðgöngur og eftir fæðingu. Í stuttu máli má segja að það sem sagt er á ekki við mikil rök að styðjast, hvort sem minnst er á lélegan árangur viðurkenndra meðferða né líkamlegar breytingar kvenlíkamans. Svo gripið sé aftur niður í póstinn: “Ástæðan fyrir þessu er að við fæðingar þenst mjaðmagrindin (og allir vöðvar og líffæri sem henna fylgja) um 3,5 falt sitt eigið ummál.” Á öðrum stað er sagt: “Það er hins vegar ljós í myrkrinu hvað þvagfæralækningar kvenna varðar en það er hin svokallaða lofttæmimeðferð en þar er notast við sömu aðferð og með Vacustyler tækninni eða ákveðið undirþrýstingsnudd þar sem undir- og yfirþrýstingi er beitt með reglulegu millibili”. Veit höfundur póstsins hvaða áhrif lofttæmimeðferð hefur á leggöng eða endaþarm kvenna sem eiga við vandamál að stríða? Hvað ætlar höfundur að gera ef einhver versnar af alvarlegum kvillum/sjúkdómum eftir meðferð í töfratækinu? En hvers vegna í ósköpunum er ég að eltast við að svara þessu eins og ég gerði gagnvart umdeildum pósti á facebook og þvældist út í ritdeilur þar sem ég varaði við tækinu? Nokkrar brýnar ástæður eru fyrir því. Fyrst má nefna að markhópur sá sem höfðað er til með loforðum eru konur með vandamál í kvenlíffærum og grindarbotni. Sá hópur er mjög blandaður og þar á meðal eru konur með mjög svo viðkvæma vefi, bæði bandvef, vöðvavef og taugavef. Konur sem þjást af alvarlegum kvillum sem draga mikið úr lífsgæðum þeirra. Þar geta líka verið konur með alvarlega sjúkdóma sem ættu ekki að leita aðstoðar á snyrtistofum. Að sjálfsögðu hafa allir einstaklingar rétt til þess að gera það sem þeir vilja við eigin heilsu en ættu þá að hafa í huga hver er menntun og skyldur þess sem veitir meðferðina. Og eru þá að axla fulla ábyrgð á að leita sér slíkrar meðferðar. Í öðru lagi eru rangfærslur í póstinum slíkar að ekki er við unað. Eftir ýtarlega leit í leitarvélum ritrýndra vísindagreina á netinu finnst ekki neitt sem hægt er að heimfæra upp á staðhæfingar póstsins. Weyergans kvensjúkdómaþvagfærafræði virðist ekki vera til. Einn vísindamaður fannst með þessu eftirnafni en sá/sú skrifar um æxli og aðferðir til að koma lyfjum inn í frumur, sjá hér nýjustu grein sem fannst: (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29042319) Ekki tel ég að þessi vísindamaður sé sá sem vitnað er til í facebook póstinum. En þegar upp er staðið snýst þetta í raun og veru um hverjir hafi leyfi til að auglýsa lækningar. Ekki er hægt að sitja hjá þegar aðilar sem ekki hafa til þess leyfi auglýsa lækningar eða lækningatæki. Höfundur póstsins breytti honum nokkuð eftir ritdeilurnar og er það vel þó að mínu mati ætti hún að taka hann alveg niður. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis.Höfundur er sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og stundakennari við sjúkraþjálfunarskor HÍ
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar