Bíó og sjónvarp

Tíu ára gömul íslensk leikkona sló í gegn á kvikmyndahátíð í Tallin

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Unga leikkonan Kristjana Thors sýndi mikið hugrekki á kvikmyndahátíð í Tallin.
Unga leikkonan Kristjana Thors sýndi mikið hugrekki á kvikmyndahátíð í Tallin. Black Nights Film Festival
Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær.

Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal.

Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn

Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María Karlsdóttir
Kvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember.

Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá.

Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna.

„Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali.

Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir.

Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.

Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. 

Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.