Klæðum okkur fínt í kuldanum Ritstjórn skrifar 25. nóvember 2017 10:00 Glamour/Getty Nú er tími til að pússa spariskónna og lakka neglurnar - það eru stanslaus veisluhöld framundan og margir sem njóta þess að skarta sínu fínasta pússi. Það getur hinsvegar reynst þrautin þyngri að klæða sig upp þegar hitamælirinn sýnir mínusgráður. En Glamour er með ráð undir rifi hverju - hvernig getum við klætt okkur upp án þess að skauta um göturnar með glamrandi tennur?1. Ullarsokkarbuxur Ullin kemur yfirleitt til bjargar á þessum kaldasta tíma ársins og sniðugt að fjárfesta í fallegum sokkabuxum undir jólakjólinn úr ullarefni. Notagildið er líka mikið enda hægt að nota þær í staðinn fyrir föðurland á fjallið ef þannig ber undir.2. Grófir sólar Það er fátt verra en að vera eins og belja á svelli, þó að gönguleiðin frá bíl og inn í boð sé stutt. Eitt ráð er að mæta í gönguskónum og koma með spariskónna í poka. Það er líka sniðugt að fjárfesta í grófum skóm sem ganga við sparifötin. Það getur líka gefið þeim töffaralegra yfirbragð og kemur í veg fyrir óþarfa óhöpp í skammdeginu.3. LoðkragarFeldur er ekki bara hlýr heldur einn af þessum fylgihlutum sem eiga alltaf við á þessum tíma árs. Bæði gefur það gömlu ullarkápunni hátíðlegt yfirbragð að smella loðkraganum yfir og svo er það líka flottur fylgihlutir við blússuna eða kjólinn. 4. UllarnærfötFöðurlandið hefur löngum bjargað okkur hérna í gegnum mestu vetrarhörkurnar og nú er úrvalið af svoleiðis undirfatnaði ansi mikið og fjölbreytt. Það er til dæmis sniðugt að fá sér fínlegan hlýrabol, jafnvel með blúndu, til að klæðast undir jólakjólinn. 5. Treflar, hanskar og hattarMaður getur alltaf á sig blómum bætt. Það er að gera að skreyta sig með flíkunum sem hita okkur núna. Fjárfesti í fallegum leðurhönskum, kannski með loði, stórum trefli í fallegu munstri og húfu eða hatti sem er punkturinn yfir i-ið. Alpahúfan er til dæmis að koma sterk inn i ár og smellpassar við hátíðarnar framundan.Frá vinstri: Hanskar: Filippa K, GK Reykjavík: 14.995 kr. Húfa: Farmers Market: 5.900 kr. Loðhúfa: Feldur: 35.800 kr. Lúffur: Kúltur: 10.995 kr. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Stjörnurnar samgleðjast samkynhneigðum Glamour Adele gifti bestu vini sína Glamour Kim mætti í fjólubláu frá toppi til táar Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Ný og glæsileg auglýsing frá Bioeffect Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour
Nú er tími til að pússa spariskónna og lakka neglurnar - það eru stanslaus veisluhöld framundan og margir sem njóta þess að skarta sínu fínasta pússi. Það getur hinsvegar reynst þrautin þyngri að klæða sig upp þegar hitamælirinn sýnir mínusgráður. En Glamour er með ráð undir rifi hverju - hvernig getum við klætt okkur upp án þess að skauta um göturnar með glamrandi tennur?1. Ullarsokkarbuxur Ullin kemur yfirleitt til bjargar á þessum kaldasta tíma ársins og sniðugt að fjárfesta í fallegum sokkabuxum undir jólakjólinn úr ullarefni. Notagildið er líka mikið enda hægt að nota þær í staðinn fyrir föðurland á fjallið ef þannig ber undir.2. Grófir sólar Það er fátt verra en að vera eins og belja á svelli, þó að gönguleiðin frá bíl og inn í boð sé stutt. Eitt ráð er að mæta í gönguskónum og koma með spariskónna í poka. Það er líka sniðugt að fjárfesta í grófum skóm sem ganga við sparifötin. Það getur líka gefið þeim töffaralegra yfirbragð og kemur í veg fyrir óþarfa óhöpp í skammdeginu.3. LoðkragarFeldur er ekki bara hlýr heldur einn af þessum fylgihlutum sem eiga alltaf við á þessum tíma árs. Bæði gefur það gömlu ullarkápunni hátíðlegt yfirbragð að smella loðkraganum yfir og svo er það líka flottur fylgihlutir við blússuna eða kjólinn. 4. UllarnærfötFöðurlandið hefur löngum bjargað okkur hérna í gegnum mestu vetrarhörkurnar og nú er úrvalið af svoleiðis undirfatnaði ansi mikið og fjölbreytt. Það er til dæmis sniðugt að fá sér fínlegan hlýrabol, jafnvel með blúndu, til að klæðast undir jólakjólinn. 5. Treflar, hanskar og hattarMaður getur alltaf á sig blómum bætt. Það er að gera að skreyta sig með flíkunum sem hita okkur núna. Fjárfesti í fallegum leðurhönskum, kannski með loði, stórum trefli í fallegu munstri og húfu eða hatti sem er punkturinn yfir i-ið. Alpahúfan er til dæmis að koma sterk inn i ár og smellpassar við hátíðarnar framundan.Frá vinstri: Hanskar: Filippa K, GK Reykjavík: 14.995 kr. Húfa: Farmers Market: 5.900 kr. Loðhúfa: Feldur: 35.800 kr. Lúffur: Kúltur: 10.995 kr.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Stjörnurnar samgleðjast samkynhneigðum Glamour Adele gifti bestu vini sína Glamour Kim mætti í fjólubláu frá toppi til táar Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Ný og glæsileg auglýsing frá Bioeffect Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour