Ekkert lát á hríðarveðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 20:54 Myndin er tekin á Akureyri í óveðri þar fyrir nokkrum árum. vísir/auðunn Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð. Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð.
Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57