Til Simpson-kynslóðarinnar Bergur Ebbi skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Víkjum sögunni að tímanum áður en internetið varð hluti af lífi okkar. Tímanum sem var, líkt og nútíminn, einnig uppfullur af tilgangslausum hneykslismálum og firringu. Ég vil víkja til áranna upp úr 1990. Ég var um það bil tíu ára gamall þegar Simpson-fjölskyldan fór í loftið á RÚV. Ég kunni varla ensku og skildi fáar tilvísanir í dægurmenningu, sem þættirnir voru svo ríkir af. En með hjálp íslenska textans og þolinmæði varð Simpson-fjölskyldan fljótlega ríkur þáttur af lífi mínu. Ég geng svo langt að tilnefna Simpson-fjölskylduna sem siðferðislegan áttavita minnar kynslóðar. Þetta eru stór orð, en ég held að það sé margt til í þeim. Simpson-fjölskyldan kenndi mér meira um samfélagslegt siðferði en fermingarfræðslan. Ég lærði meira um spillingu innan stjórnmála, valdagræðgi og hagsmunavörslu af Simpson-fjölskyldunni en af nokkrum fréttaskýringarþætti eða samfélagskúrs í skóla. Það eru varla ýkjur að segja að Simpson-fjölskyldan hafi innprentað í mig, og jafnaldra mína, varanlega efahyggju gagnvart kapítalísku samfélagi og öfgum þess. Simpson-fjölskyldan, með sinni stöðugu og jöfnu gagnrýni á neysluhyggju, menningu fræga fólksins, stríðsrekstur, valdníðslu og önnur samfélagsmein, hefur alla tíð síðan verið lykill minn til að skilja samfélagið sem ég bý í. Fyrir allt sem aflaga fer í samfélaginu, og ekki síst okkar litla samfélagi hér á Íslandi, er hægt að finna litla dæmisögu úr Simpson-fjölskyldunni þar sem tekið var á sambærilegu máli. Í Simpson-fjölskyldunni var allt tekið fyrir: skyndilausnir stjórnmálamanna, reiður múgurinn, jójó-æði, ofríki heimskra hvítra karlmanna, óskilvirkni embættismannakerfisins, syndir feðranna, umhverfismál, kynferðismál og jafnvel mál sem varða stöðu kynþátta og uppruna. En hér skulum við staldra aðeins við. Hvar stóð Simpsons þegar kom að réttindum minnihlutahópa? Getur verið að víðsýnir og menntaðir handritshöfundar þáttanna hafi kannski ekki alltaf verið umburðarlyndir gagnvart fjölmenningarsamfélaginu? Ég spyr því að nú hefur brotist fram rödd ungs uppistandara sem nefnist Hari Kondabolu, sem er Ameríkani af suðurasískum ættum. Hefur hann, ásamt mörgum öðrum, lengi gert það að umtalsefni sínu að Apu, indverski okurbúðaeigandinn í Simpsons sem talsettur er af hinum hvíta Hank Azaria, sé illa gerð staðalímynd sem geri lítið úr fólki af indverskum uppruna. Um endanlegt réttmæti þeirrar gagnrýni verður ekki fullyrt hér, en það sem er kannski merkilegast er sú staðreynd að gagnrýnin virðist hafa verið hundsuð árum saman þar til nú að hún fær loks að brjótast fram, meðal annars vegna nýrrar heimildarmyndar Konabolu, sem nefnist The Problem With Apu, sem margir af stærstu fjölmiðlum Bandaríkjanna hafa fjallað um – og gerist það á svipuðum tíma og afhjúpanir um vafasamt siðferði ráðandi afla í amerískum afþreyingariðnaði gossa fram á samfélagsmiðlum. Þegar litið er á málið í gegnum þægindi baksýnisspegilsins verður manni eiginlega að þykja það furðulegt að hinn indverski Apu hafi fengið að særa indverska innflytjendur óáreittur í næstum þrjátíu ár. En umfram allt hefur þetta fengið mig til að líta í eigin barm því sjálfur hafði ég aldrei leitt hugann að því hvort Apu væri særandi staðalímynd, fyrr en Hari Kondabolu benti mér á það. Ég hef treyst Simpsons of mikið. Og hér er ég loksins kominn að punktinum sem þessum pistli er ætlað að miðla. Kreddur og staðnaðar hugmyndir geta leynst víðar en í árþúsunda gömlum ritningum. Mér sýnist að málum sé frekar þannig háttað að öllum þeim öflum, sem ná að vera leiðandi fyrir siðferði síns tíma, getur reynst erfitt að sjá eigin misgjörðir. Vegna þess hve kaldhæðnir, snjallir og kýla-stingandi aðstandendur Simpson-þáttanna voru, þeim mun erfiðara hefur þeim reynst að líta í eigin barm og losa sig við Apu, sem í næstum þrjátíu ár hefur böggað minnihlutahópa í Bandaríkjunum og víðar. Ég dreg þann lærdóm af þessu að ekkert er yfir gagnrýni hafið. Hvorki Biblían, Simpsons, Southpark né myllumerki nútímans. Það gleymist oft að flestu því sem boðar siðferði er einnig ætlað að hafa skemmtanagildi, og stundum vefjast þessir hlutir hvor fyrir öðrum. Við Simpson-kynslóðina vil ég því aðeins segja: Við fengum gott uppeldi, en það var ekki fullkomið. Sama hversu kaldhæðinn, snjall eða gagnrýninn maður er á aðra, þá er það frumskylda allra sem vilja boða góða siði að líta í eigin barm. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Víkjum sögunni að tímanum áður en internetið varð hluti af lífi okkar. Tímanum sem var, líkt og nútíminn, einnig uppfullur af tilgangslausum hneykslismálum og firringu. Ég vil víkja til áranna upp úr 1990. Ég var um það bil tíu ára gamall þegar Simpson-fjölskyldan fór í loftið á RÚV. Ég kunni varla ensku og skildi fáar tilvísanir í dægurmenningu, sem þættirnir voru svo ríkir af. En með hjálp íslenska textans og þolinmæði varð Simpson-fjölskyldan fljótlega ríkur þáttur af lífi mínu. Ég geng svo langt að tilnefna Simpson-fjölskylduna sem siðferðislegan áttavita minnar kynslóðar. Þetta eru stór orð, en ég held að það sé margt til í þeim. Simpson-fjölskyldan kenndi mér meira um samfélagslegt siðferði en fermingarfræðslan. Ég lærði meira um spillingu innan stjórnmála, valdagræðgi og hagsmunavörslu af Simpson-fjölskyldunni en af nokkrum fréttaskýringarþætti eða samfélagskúrs í skóla. Það eru varla ýkjur að segja að Simpson-fjölskyldan hafi innprentað í mig, og jafnaldra mína, varanlega efahyggju gagnvart kapítalísku samfélagi og öfgum þess. Simpson-fjölskyldan, með sinni stöðugu og jöfnu gagnrýni á neysluhyggju, menningu fræga fólksins, stríðsrekstur, valdníðslu og önnur samfélagsmein, hefur alla tíð síðan verið lykill minn til að skilja samfélagið sem ég bý í. Fyrir allt sem aflaga fer í samfélaginu, og ekki síst okkar litla samfélagi hér á Íslandi, er hægt að finna litla dæmisögu úr Simpson-fjölskyldunni þar sem tekið var á sambærilegu máli. Í Simpson-fjölskyldunni var allt tekið fyrir: skyndilausnir stjórnmálamanna, reiður múgurinn, jójó-æði, ofríki heimskra hvítra karlmanna, óskilvirkni embættismannakerfisins, syndir feðranna, umhverfismál, kynferðismál og jafnvel mál sem varða stöðu kynþátta og uppruna. En hér skulum við staldra aðeins við. Hvar stóð Simpsons þegar kom að réttindum minnihlutahópa? Getur verið að víðsýnir og menntaðir handritshöfundar þáttanna hafi kannski ekki alltaf verið umburðarlyndir gagnvart fjölmenningarsamfélaginu? Ég spyr því að nú hefur brotist fram rödd ungs uppistandara sem nefnist Hari Kondabolu, sem er Ameríkani af suðurasískum ættum. Hefur hann, ásamt mörgum öðrum, lengi gert það að umtalsefni sínu að Apu, indverski okurbúðaeigandinn í Simpsons sem talsettur er af hinum hvíta Hank Azaria, sé illa gerð staðalímynd sem geri lítið úr fólki af indverskum uppruna. Um endanlegt réttmæti þeirrar gagnrýni verður ekki fullyrt hér, en það sem er kannski merkilegast er sú staðreynd að gagnrýnin virðist hafa verið hundsuð árum saman þar til nú að hún fær loks að brjótast fram, meðal annars vegna nýrrar heimildarmyndar Konabolu, sem nefnist The Problem With Apu, sem margir af stærstu fjölmiðlum Bandaríkjanna hafa fjallað um – og gerist það á svipuðum tíma og afhjúpanir um vafasamt siðferði ráðandi afla í amerískum afþreyingariðnaði gossa fram á samfélagsmiðlum. Þegar litið er á málið í gegnum þægindi baksýnisspegilsins verður manni eiginlega að þykja það furðulegt að hinn indverski Apu hafi fengið að særa indverska innflytjendur óáreittur í næstum þrjátíu ár. En umfram allt hefur þetta fengið mig til að líta í eigin barm því sjálfur hafði ég aldrei leitt hugann að því hvort Apu væri særandi staðalímynd, fyrr en Hari Kondabolu benti mér á það. Ég hef treyst Simpsons of mikið. Og hér er ég loksins kominn að punktinum sem þessum pistli er ætlað að miðla. Kreddur og staðnaðar hugmyndir geta leynst víðar en í árþúsunda gömlum ritningum. Mér sýnist að málum sé frekar þannig háttað að öllum þeim öflum, sem ná að vera leiðandi fyrir siðferði síns tíma, getur reynst erfitt að sjá eigin misgjörðir. Vegna þess hve kaldhæðnir, snjallir og kýla-stingandi aðstandendur Simpson-þáttanna voru, þeim mun erfiðara hefur þeim reynst að líta í eigin barm og losa sig við Apu, sem í næstum þrjátíu ár hefur böggað minnihlutahópa í Bandaríkjunum og víðar. Ég dreg þann lærdóm af þessu að ekkert er yfir gagnrýni hafið. Hvorki Biblían, Simpsons, Southpark né myllumerki nútímans. Það gleymist oft að flestu því sem boðar siðferði er einnig ætlað að hafa skemmtanagildi, og stundum vefjast þessir hlutir hvor fyrir öðrum. Við Simpson-kynslóðina vil ég því aðeins segja: Við fengum gott uppeldi, en það var ekki fullkomið. Sama hversu kaldhæðinn, snjall eða gagnrýninn maður er á aðra, þá er það frumskylda allra sem vilja boða góða siði að líta í eigin barm. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun