Henri heldur til Íslands Helga Birgisdóttir skrifar 7. desember 2017 12:30 Bækur Henri hittir í mark Höfundur: Þorgrímur Þráinsson Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 144 Kápa: Sigmundur Breiðfjörð Fyrir um ári síðan kom út bókin Henri og hetjurnar, saga um munaðarlausan franskan strák sem verður, fyrir röð undarlegra atvika, að lukkudýri íslenska fótboltalandsliðsins fótboltasumarið mikla 2016. Bókin naut mikilla vinsælda meðal ungra lesenda og nú er komið út framhaldið, Henri hittir í mark. Í upphafi sögu er allt í lukkunnar velstandi og Henri undirbýr spennandi ferð til Íslands, en strákarnir í landsliðinu hafa boðið honum að koma til landsins og á fótboltaleik. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er og Henri endar sem laumufarþegi í skipi á leiðinni frá Færeyjum til Íslands og gerist megnið af sögunni einmitt þar. Þar kynnist hann skemmtilegri og sérkennilegri stúlku sem meðal annars hjálpar honum að takast á við drauga fortíðar. Henri hittir í mark er að ýmsu leyti dæmigerð Þorgrímsbók, þó ekki nema fyrir þær sakir einar að knattspyrna kemur talsvert við sögu. Hér er markhópurinn þó öllu yngri en í öðrum fótboltasögum og bókin vísast helst við hæfi stálpaðra krakka sem lesa sjálfir en kæra sig ekki enn að lesa um ástir og örlög í unglingaheimi. Annað Þorgrímseinkenni er umfjöllun um tilfinningar stráka, yngri sem eldri, og hvernig þeir takast á við erfiða tilfinningalega hluti. Sagan er vissulega drifin áfram af skondnum og skemmtilegum atvikum en lífið er ekki leikur einn – og það veit Henri. Ýmislegt hefði mátt vinna betur í Henri hittir í mark. Frásögnin af undirbúningi ferðarinnar til Íslands og sjálf flugferðin hefði vel þolað meiri yfirlegu og sömuleiðis eru síðustu kaflar bókarinnar, þegar Henri er kominn til Íslands, ekki nógu þéttir og halda athygli lesandans alls ekki nógu vel. Best skrifuðu kaflarnir eru þeir sem gerast um borð í skipinu frá Færeyjum til Íslands, þar sem Henri er laumufarþegi og hefst við í vöruflutningabíl niðri í lest. Þar nýtur frásagnargleði Þorgríms sín best og hann á mjög auðvelt með að koma tilfinningum Henris á framfæri á sannfærandi hátt. Helstu persónur sögunnar, og þær einu sem lesandinn kynnist af einhverju viti, eru Henri sjálfur og dularfulla stúlkan Mía í skipinu. Bæði eru þau áhugaverð fyrir ýmsar sakir og Henri nær ugglaust sögusamúð flestra lesenda. Mía er hins vegar öllu fjarlægari og bæði hegðun hennar og orð virka oft of undarlega – jafnvel þótt maður viti hver hún er og hvaðan hún kemur. Viðfangsefni sögunnar og fléttan sjálf eru þó virkilega áhugaverð, ekki síst fyrir unga knattspyrnuáhugamenn og þá sem lásu fyrri bókina um Henri.Niðurstaða: Nokkuð dæmigerð Þorgrímsbók og ágæt afþreying fyrir lesþyrsta krakka.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. desember. Bókmenntir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Henri hittir í mark Höfundur: Þorgrímur Þráinsson Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 144 Kápa: Sigmundur Breiðfjörð Fyrir um ári síðan kom út bókin Henri og hetjurnar, saga um munaðarlausan franskan strák sem verður, fyrir röð undarlegra atvika, að lukkudýri íslenska fótboltalandsliðsins fótboltasumarið mikla 2016. Bókin naut mikilla vinsælda meðal ungra lesenda og nú er komið út framhaldið, Henri hittir í mark. Í upphafi sögu er allt í lukkunnar velstandi og Henri undirbýr spennandi ferð til Íslands, en strákarnir í landsliðinu hafa boðið honum að koma til landsins og á fótboltaleik. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er og Henri endar sem laumufarþegi í skipi á leiðinni frá Færeyjum til Íslands og gerist megnið af sögunni einmitt þar. Þar kynnist hann skemmtilegri og sérkennilegri stúlku sem meðal annars hjálpar honum að takast á við drauga fortíðar. Henri hittir í mark er að ýmsu leyti dæmigerð Þorgrímsbók, þó ekki nema fyrir þær sakir einar að knattspyrna kemur talsvert við sögu. Hér er markhópurinn þó öllu yngri en í öðrum fótboltasögum og bókin vísast helst við hæfi stálpaðra krakka sem lesa sjálfir en kæra sig ekki enn að lesa um ástir og örlög í unglingaheimi. Annað Þorgrímseinkenni er umfjöllun um tilfinningar stráka, yngri sem eldri, og hvernig þeir takast á við erfiða tilfinningalega hluti. Sagan er vissulega drifin áfram af skondnum og skemmtilegum atvikum en lífið er ekki leikur einn – og það veit Henri. Ýmislegt hefði mátt vinna betur í Henri hittir í mark. Frásögnin af undirbúningi ferðarinnar til Íslands og sjálf flugferðin hefði vel þolað meiri yfirlegu og sömuleiðis eru síðustu kaflar bókarinnar, þegar Henri er kominn til Íslands, ekki nógu þéttir og halda athygli lesandans alls ekki nógu vel. Best skrifuðu kaflarnir eru þeir sem gerast um borð í skipinu frá Færeyjum til Íslands, þar sem Henri er laumufarþegi og hefst við í vöruflutningabíl niðri í lest. Þar nýtur frásagnargleði Þorgríms sín best og hann á mjög auðvelt með að koma tilfinningum Henris á framfæri á sannfærandi hátt. Helstu persónur sögunnar, og þær einu sem lesandinn kynnist af einhverju viti, eru Henri sjálfur og dularfulla stúlkan Mía í skipinu. Bæði eru þau áhugaverð fyrir ýmsar sakir og Henri nær ugglaust sögusamúð flestra lesenda. Mía er hins vegar öllu fjarlægari og bæði hegðun hennar og orð virka oft of undarlega – jafnvel þótt maður viti hver hún er og hvaðan hún kemur. Viðfangsefni sögunnar og fléttan sjálf eru þó virkilega áhugaverð, ekki síst fyrir unga knattspyrnuáhugamenn og þá sem lásu fyrri bókina um Henri.Niðurstaða: Nokkuð dæmigerð Þorgrímsbók og ágæt afþreying fyrir lesþyrsta krakka.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. desember.
Bókmenntir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira