Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis valda áhyggjum og ákveðnum vonbrigðum. Þetta sagði utanríkisráðherra í fréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann segir að þetta sé skref sem að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað verið hvattur til að hverfa frá þessari fyrirætlan. Guðlaugur Þór segir á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld að staða Jerúsalem sé grundvallaratriði í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Málið verði ekki leyst með því að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem, en Bandaríkjaforseti tilkynnti jafnframt frá því að hann hafi beint því til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja undirbúning flutnings sendiráðsins.Status of #Jerusalem is an essential part of #Israel #Palestine peace process, it will not be resolved by moving #JerusalemEmbassy.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 6, 2017 Í samtali við RÚV segir Guðlaugur að ákvörðun Trump kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar sem nauðsynlegt sé að blása nýju lífi í. Sömuleiðis sé hætta á að upp úr sjóði í heimshlutanum. Trump greindi jafnframt frá því að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði fyrr í kvöld að Bandaríkin gætu ekki lengur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn hins vegar sögulegan og kvaðst vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis valda áhyggjum og ákveðnum vonbrigðum. Þetta sagði utanríkisráðherra í fréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann segir að þetta sé skref sem að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað verið hvattur til að hverfa frá þessari fyrirætlan. Guðlaugur Þór segir á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld að staða Jerúsalem sé grundvallaratriði í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Málið verði ekki leyst með því að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem, en Bandaríkjaforseti tilkynnti jafnframt frá því að hann hafi beint því til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja undirbúning flutnings sendiráðsins.Status of #Jerusalem is an essential part of #Israel #Palestine peace process, it will not be resolved by moving #JerusalemEmbassy.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 6, 2017 Í samtali við RÚV segir Guðlaugur að ákvörðun Trump kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar sem nauðsynlegt sé að blása nýju lífi í. Sömuleiðis sé hætta á að upp úr sjóði í heimshlutanum. Trump greindi jafnframt frá því að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði fyrr í kvöld að Bandaríkin gætu ekki lengur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn hins vegar sögulegan og kvaðst vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40