BL hefur forsölu á nýrri kynslóð Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 10:23 Nissan Leaf af árgerð 2018. Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars. BL hefur náð mjög hagstæðum samningi við Nissan í Evrópu um verð á nýjum Leaf sem umboðið mun geta boðið frá einungis 3.490 þúsundum króna. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll heims og á nýju ári kemur hann í gjörbreyttu útliti og búinn fjölda nýrra tæknilausna. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir bílnum um allan heim, ekki síst í Evrópu og keppast umboðsaðilar við að tryggja sér bíla úr fyrstu framleiðslulotum verksmiðjunnar í Sunderland í Bretlandi þar sem bíllnn er framleiddur. Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar BL við Sævarhöfða í Reykjavík. Leaf hlaut í nóvember sín fyrstu alþjóðaverðlaun þegar Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu Leaf aðalverðlaunin á tækniráðstefnu samtakanna og titilinn „Besta nýsköpun ársins“. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent
Vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna viðskiptavina BL varðandi nýjustu kynslóð rafmagnsbílsins Leaf sem Nissan setur á markað strax á nýju ári, 2018, hefur BL ákveðið að hefja forsölu á bílnum. Áætlað er að nýr Leaf verðir frumsýndur hjá BL fljótlega eftir áramót og er gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir í mars. BL hefur náð mjög hagstæðum samningi við Nissan í Evrópu um verð á nýjum Leaf sem umboðið mun geta boðið frá einungis 3.490 þúsundum króna. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll heims og á nýju ári kemur hann í gjörbreyttu útliti og búinn fjölda nýrra tæknilausna. Mikil eftirspurn hefur þegar skapast eftir bílnum um allan heim, ekki síst í Evrópu og keppast umboðsaðilar við að tryggja sér bíla úr fyrstu framleiðslulotum verksmiðjunnar í Sunderland í Bretlandi þar sem bíllnn er framleiddur. Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar BL við Sævarhöfða í Reykjavík. Leaf hlaut í nóvember sín fyrstu alþjóðaverðlaun þegar Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu Leaf aðalverðlaunin á tækniráðstefnu samtakanna og titilinn „Besta nýsköpun ársins“.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent