Fjórtán sagt upp hjá NLFÍ í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2017 11:51 Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er rótgróin stofnun. Vísir/Pjetur Fjórtán starfsmönnum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur verið sagt upp störfum vegna fjárhagsörðugleika stofnunarinnar. Þá verður dvalargestum fækkað um þrjátíu prósent frá áramótum til að hagræða í rekstrinum. Það er ekki bjart yfir starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði því þar hefur verið stöðugur niðurskurður en aldrei eins mikill og núna. Þjónustusamningur hefur verið við ríkið síðustu 27 ár en það kemur sífellt minna og minna fjármagn til starfseminnar „Við erum búin að semja við Sjúkratrygginar um nýjan samning í eitt og hálft ár. Þeir hafa sýnt okkur heilmikinn skilning um okkar þjónustu og svo framvegis en ekki viljað gera neitt fyrir okkur. Okkar samningur er að renna út um áramótin,“ segir Haraldur Erlendsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar. Haraldur segir að nú hafi verið tekið sú ákvörðun að skera verulega niður í Hveragerði. „Við erum að fækka dvalargestum um þrjátíu prósent sem eru í húsi að jafnaði. Þannig að það er nánast þriðjungslækkun. Það er mjög alvarlegt og mesti niðurskurður á okkar þjónustu frá upphafi,“ segir Haraldur. Starfsmönnum hefur verið sagt upp á Heilsustofnun af þeim eitt hundrað starfsmönnum sem vinna hjá stofnunni. „Þetta eru eitthvað um tíu stöðugildi en þetta gætu verið um fjórtán starfsmenn, eitthvað þannig. Sumir eru í föstum stöðum, aðrir hafa verið lausráðnir vegna opinna samninga hjá okkar. Þetta er náttúrulega umtalsverður fjöldi af okkar starfsfólki. Við höfum bara verið í sorgarferli síðan í september og mjög náttúrulega erfitt hjá öllum starfsmönnum. Það hafa allir verið með áhyggjur af sínu starfi. Nú er komið á hreint hverjir verða áfram og hverjir verða áfram. Þetta er náttúrulega bara gríðarlega sárt fyrir alla.“ Heilbrigðismál Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fjórtán starfsmönnum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur verið sagt upp störfum vegna fjárhagsörðugleika stofnunarinnar. Þá verður dvalargestum fækkað um þrjátíu prósent frá áramótum til að hagræða í rekstrinum. Það er ekki bjart yfir starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði því þar hefur verið stöðugur niðurskurður en aldrei eins mikill og núna. Þjónustusamningur hefur verið við ríkið síðustu 27 ár en það kemur sífellt minna og minna fjármagn til starfseminnar „Við erum búin að semja við Sjúkratrygginar um nýjan samning í eitt og hálft ár. Þeir hafa sýnt okkur heilmikinn skilning um okkar þjónustu og svo framvegis en ekki viljað gera neitt fyrir okkur. Okkar samningur er að renna út um áramótin,“ segir Haraldur Erlendsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar. Haraldur segir að nú hafi verið tekið sú ákvörðun að skera verulega niður í Hveragerði. „Við erum að fækka dvalargestum um þrjátíu prósent sem eru í húsi að jafnaði. Þannig að það er nánast þriðjungslækkun. Það er mjög alvarlegt og mesti niðurskurður á okkar þjónustu frá upphafi,“ segir Haraldur. Starfsmönnum hefur verið sagt upp á Heilsustofnun af þeim eitt hundrað starfsmönnum sem vinna hjá stofnunni. „Þetta eru eitthvað um tíu stöðugildi en þetta gætu verið um fjórtán starfsmenn, eitthvað þannig. Sumir eru í föstum stöðum, aðrir hafa verið lausráðnir vegna opinna samninga hjá okkar. Þetta er náttúrulega umtalsverður fjöldi af okkar starfsfólki. Við höfum bara verið í sorgarferli síðan í september og mjög náttúrulega erfitt hjá öllum starfsmönnum. Það hafa allir verið með áhyggjur af sínu starfi. Nú er komið á hreint hverjir verða áfram og hverjir verða áfram. Þetta er náttúrulega bara gríðarlega sárt fyrir alla.“
Heilbrigðismál Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira