Innlent

Netglæpamenn herja á félagasamtök

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin hér að ofan sýnir raunverulegt dæmi um tölvupóst sem sendur var
Myndin hér að ofan sýnir raunverulegt dæmi um tölvupóst sem sendur var Mynd/Lögreglan
Lögreglunni hefur nýlega borist ábendingar varðandi millifærslusvindl þar sem verið er að reyna að draga fé út úr félagsamtökum með því að fá forsvarsmenn þeirra til að millifæra peninga.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þetta sé nýleg þróun þar sem netglæpamenn á þessu sviði hafi hingað til einbeitt sér að fyrirtækjum, líkt og varað var við í haust.

„Svikahrapparnir hafa þá yfirleitt lagt í þá vinnu að finna út hver er formaður félagsins og gjaldkeri og senda síðan falskan póst í nafni formanns í þeirri von að gjaldkeri taki hann trúanlegan og greiði út,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir einnig að íþróttafélög, húsfélag og alls kyns félagasamtök hafi verið að fá slíka tölvupósta þar sem látið sé líta út fyrir að sendandinn sé formaður viðkomandi samtaka og er viðtakandinn beðinn um að millifæra pening á tiltekinn reikning.

Dæmi um tölvupóstana má sjá hér að neðan en bendir lögregla á að góð venja sé að hafa samband við aðilann sem á að hafa sent póst með beiðni um millifærslu, til þess að fá það staðfest að um raunverulega beiðni sé að ræða.

Hvetur lögregla þá sem hafa fengið slíka tölvupósta að hafa samband við lögreglu í gegnum Facebook eða með því að senda tölvupóst á [email protected].


Tengdar fréttir

Lögreglan varar við millifærslusvindli

Svindlið lýsir sér þannig að það lítur út fyrir að stjórnandi í fyrirtækinu sé að óska eftir millifærslu strax á erlendan banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×