Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 09:12 Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, eru nú stödd hér á landi. Þau munu meðal annars funda með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Acheson og Wright eru fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi og komu hingað beint frá Osló þar sem þau voru viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. Acheson og Wright munu á fundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag ræða um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Í sumar greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningnum á allsherjarþingi SÞ en Ísland var ekki þar á meðal. Það segja þau Acheson og Wright mikil vonbrigði en Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-þjóðum og sniðgekk samninginn og atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu í sumar. Engin NATO-þjóð hefur skrifað undir samninginn. „Forsetar og forsætisráðherrar NATO-þjóðanna sýna ekki hugrekki heldur koma fram saman og eru ekki að hugsa raunverulega um öryggi þegna sinna. Það þarf aðeins einn leiðtoga til að vísa veginn og þá er ég viss um að að aðrir muni fylgja á eftir. Við vonumst til að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright í samtali við Vísi.Katrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Hann bendir á að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Eins og áður segir munu Acheson og Wright ræða um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum á þingi í Háskóla Íslands í dag. Þá munu þau einnig hitta Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna auk þess sem þau munu hitta þingmenn Pírata. Á morgun munu Acheson og Wright síðan hitta skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ekki tök á að hitta fulltrúa ICAN, friðarverðlaunahafa Nóbels, á meðan þau eru hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Acheson og Wright úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en ítarlegra viðtal við þau birtist hér á Vísi síðar í vikunni. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún var ekki málfræðilega rétt í upphafi. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Acheson og Wright eru fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi og komu hingað beint frá Osló þar sem þau voru viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. Acheson og Wright munu á fundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag ræða um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Í sumar greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningnum á allsherjarþingi SÞ en Ísland var ekki þar á meðal. Það segja þau Acheson og Wright mikil vonbrigði en Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-þjóðum og sniðgekk samninginn og atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu í sumar. Engin NATO-þjóð hefur skrifað undir samninginn. „Forsetar og forsætisráðherrar NATO-þjóðanna sýna ekki hugrekki heldur koma fram saman og eru ekki að hugsa raunverulega um öryggi þegna sinna. Það þarf aðeins einn leiðtoga til að vísa veginn og þá er ég viss um að að aðrir muni fylgja á eftir. Við vonumst til að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright í samtali við Vísi.Katrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Hann bendir á að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Eins og áður segir munu Acheson og Wright ræða um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum á þingi í Háskóla Íslands í dag. Þá munu þau einnig hitta Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna auk þess sem þau munu hitta þingmenn Pírata. Á morgun munu Acheson og Wright síðan hitta skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ekki tök á að hitta fulltrúa ICAN, friðarverðlaunahafa Nóbels, á meðan þau eru hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Acheson og Wright úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en ítarlegra viðtal við þau birtist hér á Vísi síðar í vikunni. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún var ekki málfræðilega rétt í upphafi.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34