New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2017 16:25 Teikning af nærflugi New Horizons hjá MU69 um áramótin 2018 til 2019. NASA/JHUAPL/SwRI Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Vísindi Plútó Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni.
Vísindi Plútó Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira