Snæfell fer í undanúrslit eftir hörkuspennu í Stykkishólmi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 20:52 Berglind Gunnarsdóttir tryggði sínum konum sigurinn Vísir/Eyþór Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira