Guðrún Brá náði ekki í gegn á Evrópumótaröðina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 14:44 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mynd/gsí Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni í golfi í dag er hún lauk leik á lokaúrtökumótinu í Marokkó. Aðeins 25 efstu kylfingar mótsins vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni og var okkar kona nokkuð fjarri þeim hópi. Hún var í 51. sæti fyrir lokadaginn og því vitað mál að það yrði á brattann að sækja. Hún endaði í 53.-56. sæti. Hún lék á 73 höggum í dag eða á einu höggi yfir pari. Sautjánda holan fór mjög illa með Keiliskonuna. Sú er par 3 en Guðrún Brá lenti í miklum vandræðum á holunni sem hún lék á 6 höggum. Fyrir utan þessa sprengju lék hún vel. Fékk tvo fugla en allar hinar holurnar fór hún á pari. Guðrún Brá lék hringina fimm í Marokkó á 74, 70, 70, 75 og 73 höggum. Þetta var í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir fyrir sér á úrtökumótinu og gerði hún vel í að komast á lokaúrtökumótið. Hún er fjórða íslenska konan sem nær því. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni í golfi í dag er hún lauk leik á lokaúrtökumótinu í Marokkó. Aðeins 25 efstu kylfingar mótsins vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni og var okkar kona nokkuð fjarri þeim hópi. Hún var í 51. sæti fyrir lokadaginn og því vitað mál að það yrði á brattann að sækja. Hún endaði í 53.-56. sæti. Hún lék á 73 höggum í dag eða á einu höggi yfir pari. Sautjánda holan fór mjög illa með Keiliskonuna. Sú er par 3 en Guðrún Brá lenti í miklum vandræðum á holunni sem hún lék á 6 höggum. Fyrir utan þessa sprengju lék hún vel. Fékk tvo fugla en allar hinar holurnar fór hún á pari. Guðrún Brá lék hringina fimm í Marokkó á 74, 70, 70, 75 og 73 höggum. Þetta var í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir fyrir sér á úrtökumótinu og gerði hún vel í að komast á lokaúrtökumótið. Hún er fjórða íslenska konan sem nær því.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira