Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. janúar 2018 13:30 Þórunn Hilda Jónasdóttir Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira