Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. janúar 2018 17:57 Brynjar hætti á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagðist hann óttast að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. Brynjar mun hafa tilkynnt þetta fyrst í ræðu á jólahlaðborði Sambands ungra sjálfstæðismanna. Brynjar ákvað að hætta á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagði hann að hann óttaðist að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Þingmaðurinn hafði verið mjög áberandi á samfélagsmiðlinum og vöktu færslur hans oft og einatt mikla athygli og umtal. Í samtali við Vísi segir Brynjar að það hafi gengið vel að vera án samskiptamiðilsins. „Mér hefur liðið vel án Facebook. Þetta venst eins og allt annað,“ segir Brynjar. „Ég lofaði því að koma aftur á Facebook í einhverju bríaríi.“ Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt fyrir þingmenn að nota samfélagsmiðilinn til að tjá skoðanir sínar segir Brynjar að erfitt sé að vera alveg í burtu frá samskipamiðlinum ef maður starfar í stjórnmálum. „Ég held að þú getir ekki verið alveg í burtu frá Facebook ef þú ætlar að vera í pólitík. Allavega ekki í lengri tíma í einu en það þarf kannski ekki að skrifa færslur á hverjum degi. Það skiptir þó máli að geta brugðist við fljótt,“ segir hann.Mun ábyggilega skrifa eitthvað „fíflarí“ á morgunBrynjar segir að stundum hafi verið erfitt að geta ekki notað Facebook til að tjá sig. „Stundum hefur mann langað að tjá sig en svo lagast það nú bara. Það er ekki hægt að vera í pólitík og segja ekki neitt. Þetta var samt ágætis hvíld,“ segir þingmaðurinn. Þá segir hann að fólk misskilji hann ósjaldan á Facebook. „Ég held það en ég get líka sjálfum mér um kennt í því. Það skiptir máli hvernig þú setur hlutina fram.“ Brynjar segist búast við því að virkja Facebook aðganginn sinn aftur á morgun og að hann komi til með að skrifa eitthvað á léttu nótunum. „Ætli ég reyni ekki á morgun að opna Facebook aðganginn aftur þegar það er kominn vinnudagur. Ég mun ábyggilega skrifa eitthvað fíflarí á morgun, af hverju ég byrjaði aftur og eitthvað svoleiðis.“ Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01 Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54 Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. Brynjar mun hafa tilkynnt þetta fyrst í ræðu á jólahlaðborði Sambands ungra sjálfstæðismanna. Brynjar ákvað að hætta á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagði hann að hann óttaðist að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Þingmaðurinn hafði verið mjög áberandi á samfélagsmiðlinum og vöktu færslur hans oft og einatt mikla athygli og umtal. Í samtali við Vísi segir Brynjar að það hafi gengið vel að vera án samskiptamiðilsins. „Mér hefur liðið vel án Facebook. Þetta venst eins og allt annað,“ segir Brynjar. „Ég lofaði því að koma aftur á Facebook í einhverju bríaríi.“ Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt fyrir þingmenn að nota samfélagsmiðilinn til að tjá skoðanir sínar segir Brynjar að erfitt sé að vera alveg í burtu frá samskipamiðlinum ef maður starfar í stjórnmálum. „Ég held að þú getir ekki verið alveg í burtu frá Facebook ef þú ætlar að vera í pólitík. Allavega ekki í lengri tíma í einu en það þarf kannski ekki að skrifa færslur á hverjum degi. Það skiptir þó máli að geta brugðist við fljótt,“ segir hann.Mun ábyggilega skrifa eitthvað „fíflarí“ á morgunBrynjar segir að stundum hafi verið erfitt að geta ekki notað Facebook til að tjá sig. „Stundum hefur mann langað að tjá sig en svo lagast það nú bara. Það er ekki hægt að vera í pólitík og segja ekki neitt. Þetta var samt ágætis hvíld,“ segir þingmaðurinn. Þá segir hann að fólk misskilji hann ósjaldan á Facebook. „Ég held það en ég get líka sjálfum mér um kennt í því. Það skiptir máli hvernig þú setur hlutina fram.“ Brynjar segist búast við því að virkja Facebook aðganginn sinn aftur á morgun og að hann komi til með að skrifa eitthvað á léttu nótunum. „Ætli ég reyni ekki á morgun að opna Facebook aðganginn aftur þegar það er kominn vinnudagur. Ég mun ábyggilega skrifa eitthvað fíflarí á morgun, af hverju ég byrjaði aftur og eitthvað svoleiðis.“
Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01 Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54 Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Sjá meira
Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01
Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54
Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45