Geðþótti Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Það var rétt hjá settum dómsmálaráðherra að óska eftir skýringum frá dómnefnd um hæfni dómara því ekki verður annað séð en að umsögn nefndarinnar um umsækjendur um embætti héraðsdómara byggist á ómálefnalegum sjónarmiðum. Í umsögn dómnefndarinnar er augljóst að reynt er eftir fremsta megni að útiloka tiltekna umsækjendur frá því að hljóta embætti. Jónas Jóhannsson sem býr yfir 20 ára reynslu sem héraðsdómari er ekki metinn meðal átta hæfustu umsækjenda á meðan yngri lögfræðingar með litla sem enga dómarareynslu eru þar á meðal. Þá þurfti Jónas að þola ómálefnalega skerðingu á reynslu sinni sem fólst í því að sex ára reynsla hans af lögmennsku var metin til hálfs því hann var búsettur erlendis hluta tímans. Þegar opinber nefnd beitir ómálefnalegum vinnubrögðum í þeim tilgangi að útiloka tiltekna umsækjendur er það ekkert annað en valdníðsla. Það er fleira einkennilegt í umsögn nefndarinnar. Einn umsækjenda fær reynslu sem saksóknari metna í tvígang og lögmanni með yfir þriggja áratuga reynslu er raðað í 8.-10. sæti í matsþætti um lögmannsstörf. Svar nefndarinnar við athugasemdum ráðherra var birt í gær en það skýrir að litlu leyti vinnubrögð nefndarinnar og er athugasemdum ráðherra ekki svarað nema að hluta til. Í bréfinu er hins vegar áréttað að dómnefndin sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem lúti ekki boðvaldi ráðherra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómnefnd um hæfni dómara sniðgengur hæfa umsækjendur án skýringa. Árið 2015 var gengið fram hjá Davíð Þór Björgvinssyni þegar hann sótti um í Hæstarétti þótt hann væri að öðrum ólöstuðum langhæfasti umsækjandinn. Margsinnis gekk dómnefndin fram hjá Þorgeiri Inga Njálssyni, einhverjum albesta og virtasta héraðsdómara landsins, þegar hann sótti um dómaraembætti í Hæstarétti. Engar skýringar liggja fyrir um hvers vegna Þorgeir Ingi hlaut ítrekað ekki náð fyrir augum dómefndar og ekki er hægt að styðjast við umsagnir dómnefndarinnar hvað þetta snertir. Framangreint vekur spurningar um hvort ekki þurfi að endurskoða aðferð við val á dómurum. Eins og staðan er núna virðist dómnefndin geta raðað umsækjendum eftir geðþótta og valið þá dómara sem eru þóknanlegir eða heppilegir í augum þeirra sem fara með umsagnarvaldið. Árið 2010 var lögum um dómstóla breytt þannig að ráðherra var gert óheimilt að skipa annan en þann sem dómnefnd taldi hæfastan nema með samþykki Alþingis. Lagabreytingin minnkaði líkur á pólitískum stöðuveitingum. Í staðinn erum við hins vegar komin með kerfi þar sem valdamestu dómarar landsins og vinir þeirra handvelja dómara inn í dómstóla landsins. Það getur ekki talist eðlilegt. Hæstiréttur Íslands tilnefnir í dag tvo nefndarmenn í dómnefndina og skal annar þeirra vera formaður hennar. Dómstólaráð, Alþingi og Lögmannafélagið tilnefna hina. Hægt er með einföldum hætti að minnka áhrif dómaranna sjálfra við matið án þess að kollvarpa þeirri hugmyndafræði sem tekin var upp árið 2010 með því einfaldlega að breyta lögunum og láta aðrar stofnanir en Hæstarétt um tilnefningar í nefndina.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Það var rétt hjá settum dómsmálaráðherra að óska eftir skýringum frá dómnefnd um hæfni dómara því ekki verður annað séð en að umsögn nefndarinnar um umsækjendur um embætti héraðsdómara byggist á ómálefnalegum sjónarmiðum. Í umsögn dómnefndarinnar er augljóst að reynt er eftir fremsta megni að útiloka tiltekna umsækjendur frá því að hljóta embætti. Jónas Jóhannsson sem býr yfir 20 ára reynslu sem héraðsdómari er ekki metinn meðal átta hæfustu umsækjenda á meðan yngri lögfræðingar með litla sem enga dómarareynslu eru þar á meðal. Þá þurfti Jónas að þola ómálefnalega skerðingu á reynslu sinni sem fólst í því að sex ára reynsla hans af lögmennsku var metin til hálfs því hann var búsettur erlendis hluta tímans. Þegar opinber nefnd beitir ómálefnalegum vinnubrögðum í þeim tilgangi að útiloka tiltekna umsækjendur er það ekkert annað en valdníðsla. Það er fleira einkennilegt í umsögn nefndarinnar. Einn umsækjenda fær reynslu sem saksóknari metna í tvígang og lögmanni með yfir þriggja áratuga reynslu er raðað í 8.-10. sæti í matsþætti um lögmannsstörf. Svar nefndarinnar við athugasemdum ráðherra var birt í gær en það skýrir að litlu leyti vinnubrögð nefndarinnar og er athugasemdum ráðherra ekki svarað nema að hluta til. Í bréfinu er hins vegar áréttað að dómnefndin sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem lúti ekki boðvaldi ráðherra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómnefnd um hæfni dómara sniðgengur hæfa umsækjendur án skýringa. Árið 2015 var gengið fram hjá Davíð Þór Björgvinssyni þegar hann sótti um í Hæstarétti þótt hann væri að öðrum ólöstuðum langhæfasti umsækjandinn. Margsinnis gekk dómnefndin fram hjá Þorgeiri Inga Njálssyni, einhverjum albesta og virtasta héraðsdómara landsins, þegar hann sótti um dómaraembætti í Hæstarétti. Engar skýringar liggja fyrir um hvers vegna Þorgeir Ingi hlaut ítrekað ekki náð fyrir augum dómefndar og ekki er hægt að styðjast við umsagnir dómnefndarinnar hvað þetta snertir. Framangreint vekur spurningar um hvort ekki þurfi að endurskoða aðferð við val á dómurum. Eins og staðan er núna virðist dómnefndin geta raðað umsækjendum eftir geðþótta og valið þá dómara sem eru þóknanlegir eða heppilegir í augum þeirra sem fara með umsagnarvaldið. Árið 2010 var lögum um dómstóla breytt þannig að ráðherra var gert óheimilt að skipa annan en þann sem dómnefnd taldi hæfastan nema með samþykki Alþingis. Lagabreytingin minnkaði líkur á pólitískum stöðuveitingum. Í staðinn erum við hins vegar komin með kerfi þar sem valdamestu dómarar landsins og vinir þeirra handvelja dómara inn í dómstóla landsins. Það getur ekki talist eðlilegt. Hæstiréttur Íslands tilnefnir í dag tvo nefndarmenn í dómnefndina og skal annar þeirra vera formaður hennar. Dómstólaráð, Alþingi og Lögmannafélagið tilnefna hina. Hægt er með einföldum hætti að minnka áhrif dómaranna sjálfra við matið án þess að kollvarpa þeirri hugmyndafræði sem tekin var upp árið 2010 með því einfaldlega að breyta lögunum og láta aðrar stofnanir en Hæstarétt um tilnefningar í nefndina.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun