Námskeið í núvitund sem geta bætt lífsgæði allra Núvitundarsetrið kynnir 3. janúar 2018 10:45 Anna Dóra segir að Núvitundarsetrið bjóði upp á fjölbreytt úrval námskeiða. MYND/EYÞÓR Núvitundarsetrið eru samtök sérmenntaðra fagaðila sem bjóða upp á námskeið og þjálfun í núvitund og samkennd fyrir fólk á öllum aldri. „Við erum tíu fagaðilar sem stöndum að Núvitundarsetrinu og erum með fjölbreyttan bakgrunn eins og sálfræði, félagsráðgjöf og kennaramenntun,“ segir Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur og núvitundarkennari. „Við höfum allar sérhæft okkur í núvitundarnálgun og bjóðum upp á núvitundar- og samkenndarnámskeið fyrir almenning og klíníska hópa, sem og einstaklingsviðtöl. Jafnframt bjóðum við fyrirtækjum og skólum upp á námskeið, vinnustofur, kynningar og fyrirlestra. Nokkrar okkar kenna einnig núvitund og samkennd á háskólastigi.“Að vera til staðar í eigin lífi„Jon Kabat-Zinn, frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum og prófessor í læknisfræði, skilgreinir núvitund sem „vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma“. Í raun felur núvitund í sér að vita hvað maður gerir þegar maður gerir það,“ segir Anna Dóra. „Hún styður mann í að vera vakandi og til staðar í eigin lífi. Núvitundarþjálfun leyfir fólki að kynnast og tengjast sjálfu sér og styður okkur í að standa með sjálfum okkur,“ segir Anna Dóra. „Aukin núvitund gerir manni kleift að hægja á og skapa andrými, svo hægt sé að bregðast við aðstæðum af yfirvegun. Núvitund getur stutt fólk í að einbeita sér í verkefnum daglegs lífs, en einnig í að vera vakandi fyrir eigin lífsgildum og forgangsraða og lifa í samræmi við þau.“Jákvæð áhrif á heilsu „Núvitundarþjálfun felst fyrst og fremst í hugarþjálfun. Að læra að þjálfa athyglina og beita henni eins og við á,“ segir Anna Dóra. „Um bæði óformlegar og formlegar æfingar er að ræða. Óformlegar æfingar er þá allt það sem við gerum með vakandi athygli í daglegu lífi en formlegar æfingar eru hugleiðsluæfingar, sem hafa verið iðkaðar í yfir 2500 ár. Við á Núvitundarsetrinu leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á gagnreynd námskeið, sem þýðir að sýnt hefur verið fram á árangur þeirra vísindalega. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur almennt jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu,“ segir Anna Dóra. „Má þar t.d. nefna aukna vellíðan, einbeitingu og minni, betri svefn, sterkara ónæmiskerfi og bætta samskiptahæfni. Margir upplifa að hraðinn í samfélaginu sé mikill og við almennt gefum okkur ekki mikinn tíma til að staldra við og vera með okkur sjálfum,“ segir Anna Dóra. „Í hraðanum gleymist oft að gefa sér tíma til að átta sig á hvað skiptir í raun og veru máli og hvernig við viljum lifa lífinu. Það er svo mikil áhersla á að gera að það er takmarkað rými fyrir að fá að vera.“Núvitund á Íslandi„Við tökum eftir aukinni aðsókn almennings á námskeiðin og fyrirtæki og skólar óska í auknum mæli eftir þeim til að styðja starfsfólk sitt til að takast á við streitu daglegs lífs,“ segir Anna Dóra. „Núvitundarþjálfun hefur einnig reynst vel í starfsendurhæfingu í kjölfar kulnunar. Almenn vakning hefur átt sér stað undanfarin ár og fólk er að átta sig á þeim óraunhæfu kröfum sem við gerum til okkar í nútímasamfélagi. Við eigum öll að skara fram úr á öllum sviðum, vera einhvers konar ofurfólk og í raun ekki mannleg lengur,“ segir Anna Dóra. „Það er mikið áreiti á okkur og bein og óbein skilaboð um hvernig við eigum að vera. Með núvitundarþjálfun gefst okkur færi á að vera betur meðvituð og velja hvernig við viljum vera og haga okkar lífi. Þá hafa skólar og uppeldisaðilar í auknum mæli gefið því gaum að núvitundarþjálfun getur stutt við vellíðan og geðheilbrigði barna og ungmenna,“ segir Anna Dóra. „Aukið áreiti, vanlíðan og kvíði mælist hjá þessum aldurshópi og rannsóknir sýna að núvitundarþjálfun getur hjálpað við að auka tilfinningalæsi og bregðast við áreiti og álagi í lífinu á uppbyggilegan hátt. Það eykur seiglu, vellíðan og almenna heilsu. Við á Núvitundarsetrinu stöndum einmitt að spennandi rannsóknarverkefni um heildræna innleiðingu núvitundar í grunnskóla og erum einnig að vinna með leikskólum á þessu sviði í samræmi við Lýðheilsustefnu.“Núvitund á heimsvísu „Vísindalegur bakgrunnur núvitundar er alltaf að styrkjast. Bretar eru mjög framarlega í að nýta þessa nálgun og innleiða hana í samfélagið, en sýnt hefur verið fram á ávinning þess að innleiða hana í heilbrigðis-, dóms- og menntakerfið sem og almenna vinnustaði,“ segir Anna Dóra. „Bresk, þverpólitísk nefnd stóð að alþjóðlegri ráðstefnu stjórnmálamanna um núvitund 17. október síðastliðinn þar sem tveir íslenskir alþingismenn voru viðstaddir. Þannig að vonandi er bara tímaspursmál hvenær við heyrum meira um innleiðingu núvitundar í íslenskt samfélag.“Jon Kabat-Zinn og Myla, eiginkona hans.MYND/NÚVITUNDARSETRIÐJon Kabat-Zinn á leið til Íslands„Til gamans má geta að Jon Kabat-Zinn kemur til landsins næsta vor og verður með fyrirlestur fyrir almenning, eins dags vinnustofu í núvitund í Hörpunni og hálfs dags vinnustofu um núvitund í uppeldi með eiginkonu sinni, Myla, en koma hans er samstarfsverkefni Núvitundarsetursins og Embættis landlæknis,“ segir Anna Dóra. „Núvitund hentar fyrir alla,“ segir Anna Dóra. „Hvort sem það er að auka lífsgæði sín og njóta betur líðandi stundar eða að öðlast verkfæri til að takast á við tilfinningalega erfiðleika og krefjandi áskoranir lífsins.“Dæmi um núvitundarnámskeið sem boðið er upp á:Núvitund fyrir ungmenni Núvitund gegn streitu Núvitund gegn verkjum Núvitund og heilbrigðar lífs- og fæðuvenjur Núvitund og hugræn atferlismeðferð Núvitund og meðganga Núvitund og samkennd í eigin garð Sjálfstyrkingarnámskeið sem heitir „Að vera til staðar fyrir gamlan vin „ÞIG““ Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Vinnustofan „Núvitund: Leitaðu inn á við“.Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðunni www.nuvitundarsetrid.is. Heilsa Kynningar Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira
Núvitundarsetrið eru samtök sérmenntaðra fagaðila sem bjóða upp á námskeið og þjálfun í núvitund og samkennd fyrir fólk á öllum aldri. „Við erum tíu fagaðilar sem stöndum að Núvitundarsetrinu og erum með fjölbreyttan bakgrunn eins og sálfræði, félagsráðgjöf og kennaramenntun,“ segir Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur og núvitundarkennari. „Við höfum allar sérhæft okkur í núvitundarnálgun og bjóðum upp á núvitundar- og samkenndarnámskeið fyrir almenning og klíníska hópa, sem og einstaklingsviðtöl. Jafnframt bjóðum við fyrirtækjum og skólum upp á námskeið, vinnustofur, kynningar og fyrirlestra. Nokkrar okkar kenna einnig núvitund og samkennd á háskólastigi.“Að vera til staðar í eigin lífi„Jon Kabat-Zinn, frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum og prófessor í læknisfræði, skilgreinir núvitund sem „vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma“. Í raun felur núvitund í sér að vita hvað maður gerir þegar maður gerir það,“ segir Anna Dóra. „Hún styður mann í að vera vakandi og til staðar í eigin lífi. Núvitundarþjálfun leyfir fólki að kynnast og tengjast sjálfu sér og styður okkur í að standa með sjálfum okkur,“ segir Anna Dóra. „Aukin núvitund gerir manni kleift að hægja á og skapa andrými, svo hægt sé að bregðast við aðstæðum af yfirvegun. Núvitund getur stutt fólk í að einbeita sér í verkefnum daglegs lífs, en einnig í að vera vakandi fyrir eigin lífsgildum og forgangsraða og lifa í samræmi við þau.“Jákvæð áhrif á heilsu „Núvitundarþjálfun felst fyrst og fremst í hugarþjálfun. Að læra að þjálfa athyglina og beita henni eins og við á,“ segir Anna Dóra. „Um bæði óformlegar og formlegar æfingar er að ræða. Óformlegar æfingar er þá allt það sem við gerum með vakandi athygli í daglegu lífi en formlegar æfingar eru hugleiðsluæfingar, sem hafa verið iðkaðar í yfir 2500 ár. Við á Núvitundarsetrinu leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á gagnreynd námskeið, sem þýðir að sýnt hefur verið fram á árangur þeirra vísindalega. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur almennt jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu,“ segir Anna Dóra. „Má þar t.d. nefna aukna vellíðan, einbeitingu og minni, betri svefn, sterkara ónæmiskerfi og bætta samskiptahæfni. Margir upplifa að hraðinn í samfélaginu sé mikill og við almennt gefum okkur ekki mikinn tíma til að staldra við og vera með okkur sjálfum,“ segir Anna Dóra. „Í hraðanum gleymist oft að gefa sér tíma til að átta sig á hvað skiptir í raun og veru máli og hvernig við viljum lifa lífinu. Það er svo mikil áhersla á að gera að það er takmarkað rými fyrir að fá að vera.“Núvitund á Íslandi„Við tökum eftir aukinni aðsókn almennings á námskeiðin og fyrirtæki og skólar óska í auknum mæli eftir þeim til að styðja starfsfólk sitt til að takast á við streitu daglegs lífs,“ segir Anna Dóra. „Núvitundarþjálfun hefur einnig reynst vel í starfsendurhæfingu í kjölfar kulnunar. Almenn vakning hefur átt sér stað undanfarin ár og fólk er að átta sig á þeim óraunhæfu kröfum sem við gerum til okkar í nútímasamfélagi. Við eigum öll að skara fram úr á öllum sviðum, vera einhvers konar ofurfólk og í raun ekki mannleg lengur,“ segir Anna Dóra. „Það er mikið áreiti á okkur og bein og óbein skilaboð um hvernig við eigum að vera. Með núvitundarþjálfun gefst okkur færi á að vera betur meðvituð og velja hvernig við viljum vera og haga okkar lífi. Þá hafa skólar og uppeldisaðilar í auknum mæli gefið því gaum að núvitundarþjálfun getur stutt við vellíðan og geðheilbrigði barna og ungmenna,“ segir Anna Dóra. „Aukið áreiti, vanlíðan og kvíði mælist hjá þessum aldurshópi og rannsóknir sýna að núvitundarþjálfun getur hjálpað við að auka tilfinningalæsi og bregðast við áreiti og álagi í lífinu á uppbyggilegan hátt. Það eykur seiglu, vellíðan og almenna heilsu. Við á Núvitundarsetrinu stöndum einmitt að spennandi rannsóknarverkefni um heildræna innleiðingu núvitundar í grunnskóla og erum einnig að vinna með leikskólum á þessu sviði í samræmi við Lýðheilsustefnu.“Núvitund á heimsvísu „Vísindalegur bakgrunnur núvitundar er alltaf að styrkjast. Bretar eru mjög framarlega í að nýta þessa nálgun og innleiða hana í samfélagið, en sýnt hefur verið fram á ávinning þess að innleiða hana í heilbrigðis-, dóms- og menntakerfið sem og almenna vinnustaði,“ segir Anna Dóra. „Bresk, þverpólitísk nefnd stóð að alþjóðlegri ráðstefnu stjórnmálamanna um núvitund 17. október síðastliðinn þar sem tveir íslenskir alþingismenn voru viðstaddir. Þannig að vonandi er bara tímaspursmál hvenær við heyrum meira um innleiðingu núvitundar í íslenskt samfélag.“Jon Kabat-Zinn og Myla, eiginkona hans.MYND/NÚVITUNDARSETRIÐJon Kabat-Zinn á leið til Íslands„Til gamans má geta að Jon Kabat-Zinn kemur til landsins næsta vor og verður með fyrirlestur fyrir almenning, eins dags vinnustofu í núvitund í Hörpunni og hálfs dags vinnustofu um núvitund í uppeldi með eiginkonu sinni, Myla, en koma hans er samstarfsverkefni Núvitundarsetursins og Embættis landlæknis,“ segir Anna Dóra. „Núvitund hentar fyrir alla,“ segir Anna Dóra. „Hvort sem það er að auka lífsgæði sín og njóta betur líðandi stundar eða að öðlast verkfæri til að takast á við tilfinningalega erfiðleika og krefjandi áskoranir lífsins.“Dæmi um núvitundarnámskeið sem boðið er upp á:Núvitund fyrir ungmenni Núvitund gegn streitu Núvitund gegn verkjum Núvitund og heilbrigðar lífs- og fæðuvenjur Núvitund og hugræn atferlismeðferð Núvitund og meðganga Núvitund og samkennd í eigin garð Sjálfstyrkingarnámskeið sem heitir „Að vera til staðar fyrir gamlan vin „ÞIG““ Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Vinnustofan „Núvitund: Leitaðu inn á við“.Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðunni www.nuvitundarsetrid.is.
Heilsa Kynningar Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira