Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 09:24 Ekki verða lengur fjárheimildir fyrir ríkisrekstri ef bráðabirgðalausn verður ekki samþykkt í dag. Á meðan undirbýr Trump að fagna á Flórída. Vísir/AFP Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstur bandarísku alríkisstjórnarinnar gæti stöðvast þegar frestur til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til ríkisstofnana rennur út í dag. Þrátt fyrir það er Donald Trump forseti á leiðinni frá Washington-borg til að fagna ársafmæli forsetatíðar sinnar með auðugum velþóknurum á Flórída. Þó að repúblikanar ráði báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetinn komi úr þeirra röðum þurfa þeir að reiða sig á stuðning níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni til þess að geta samþykkt áframhaldandi fjármögnun alríkisstjórnarinnar. Frestur til þess rennur út í dag. Þingmönnum tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Síðan þá hafa þeir samþykkt tímabundnar framlengingar á útgjöldum til að halda rekstri ríkisstofnana gangandi. Hópur demókrata í öldungadeildinni hefur hótað því að hann ætli ekki að styðja frumvarp repúblikana um skammtímalausn nú. Ein helsta ástæðan er að þeir vilja þrýsta á repúblikana um að samþykkja úrræði fyrir um 700.000 einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur verndað þá fyrir brottvísun frá Bandaríkjunum í fyrra.Safna í kosningasjóð Trump og repúblikana Á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir áformar Trump að halda til Flórída þar sem hann ætlar að fagna því að ár er liðið frá því að hann tók við embætti. Fögnuðurinn verður haldinn í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago þar sem forsetinn hefur ítrekað haldið sig síðasta árið, að því er segir í frétt Bloomberg. Fögnuðurinn verður ekkert slor. Ódýrustu miðarnir á samkomuna kosta 100.000 dollara fyrir pör, rúmar tíu milljónir íslenskra króna. Innifalið er hátíðarkvöldverður og ljósmynd með Trump. Þeir sem punga út 250.000 dollurum fá jafnframt að taka þátt í hringborðsumræðu með forsetanum. Tekjurnar af fögnuðinum renna í kosningasjóð Trump og í fjárhirslur landsnefndar Repúblikanaflokksins. Til samanburðar nefnir Bloomberg að Barack Obama, forveri Trump í embætti, hafi verið í embætti í meira en tvö ár áður en hann byrjaði að halda viðburði til að safna fyrir endurkjöri sínu. Óljóst er hvort að lokun alríkisstjórnarinnar raskaði ferðaáætlunum Trump. Ráðgjafar Trump eru sagðir þess fullvissir að þingmenn muni samþykkja bráðabirgðalausn í dag og því sé ólíklegt að forsetinn haldi sig í Washington-borg.Uppfært 14:25 Talsmaður Hvíta hússins segir nú að Trump fari ekki til Flórída fyrr en frumvarp um fjárframlög verður samþykkt. Trump ætlaði að fljúga þangað í dag en talsmaðurinn segir að ferðinni verði líklega frestað til morguns, að sögn CNN.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56