Davíð hvergi nærri hættur Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:45 Davíð Oddsson fagnar 70 ára afmæli í dag. Vísir/Ernir Davíð Oddsson hyggst ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta tilkynnti hann í útvarpsviðtali á K100, sem eins og Morgunblaðið er í eigu Árvakurs, nú fyrir skömmu. Davíð fagnar 70 ára afmæli í dag og var hann fenginn í viðtal í tilefni dagsins.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis DavíðsÝmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum. Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000. Davíð mætti í hljóðver í morgun og hér sést hann með þáttastjórnandanum Jóni Axel Ólafssyni.SkjáskotÍ viðtalinu tók Davíð af allan vafa um eigin ritstjóraferil, hann ætlar sér að halda ótrauður áfram. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð sem var ráðinn ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen árið 2009. Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og býSíðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins. Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Davíð Oddsson hyggst ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta tilkynnti hann í útvarpsviðtali á K100, sem eins og Morgunblaðið er í eigu Árvakurs, nú fyrir skömmu. Davíð fagnar 70 ára afmæli í dag og var hann fenginn í viðtal í tilefni dagsins.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis DavíðsÝmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum. Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000. Davíð mætti í hljóðver í morgun og hér sést hann með þáttastjórnandanum Jóni Axel Ólafssyni.SkjáskotÍ viðtalinu tók Davíð af allan vafa um eigin ritstjóraferil, hann ætlar sér að halda ótrauður áfram. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð sem var ráðinn ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen árið 2009. Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og býSíðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins. Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25