Mætti á æfingu daginn fyrir barnsburð og á völlinn fjórum vikum síðar Benedikt Bóas skrifar 16. janúar 2018 07:00 Steinunn Björnsdóttir með dóttur sína. Vísir/Hanna „Auðvitað eru átök og ég svitnaði og þetta var erfitt á köflum en ég gekk ekki frá sjálfri mér. Ég fékk góða hvíld á milli og ég er í góðu standi,“ segir Steinunn Björnsdóttir sem var í leikmannahópi Fram í Olís-deildinni þegar liðið tapaði fyrir Haukum 24-23 á mánudag. Steinunn eignaðist sitt fyrsta barn þann 16. desember en var sett 2. janúar. Dömunni litlu lá hins vegar á að mæta í heiminn en minnstu munaði að pabbinn, Vilhjálmur Theodór Jónsson, missti af fæðingu frumburðarins. Hann var nefnilega í Glasgow enda ekki algengt að fyrsta barn sé mikið að drífa sig. „Hann rétt náði á fæðingardeildina. Kom klukkutíma fyrir fæðingu með einhverjum ótrúlegum hætti. Hann átti nefnilega að koma til Íslands á mánudeginum og ég held að hann hafi náð nokkrum klukkutímum í Glasgow,“ segir hún og hlær.Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum.Vísir/Hanna„Hann var að fara í verslunarferð með mömmu sinni og við vorum ekkert stressuð yfir að barnið væri að koma. Við veltum því alveg fyrir okkur en ætluðum að tækla það þegar þar að kæmi. Þetta var í raun hálfgerð bíómyndasaga hvernig hann komst heim og er skemmtileg minning og mjög skemmtilegt eftir á en það var ekkert endilega sérstakt á meðan á þessu stóð.“ Steinunn fór í fæðingarorlof föstudaginn 15. desember og vann til hádegis. Pakkaði þá saman og gekk út. Fór svo á æfingu. „Ég æfði en í litlu álagi og af mun minni ákefð en ég var mjög heppin alla meðgönguna, var með litla sem enga verki og var hraust og gat unnið. Ég fór í fæðingarorlof á föstudeginum um hádegi og litla daman kom daginn eftir. Ég fékk því hálfan sólarhring í orlofi.“ Hún segir að fæðingin hafi gengið vel og var hún lítið eftir sig eftir hana. Tveimur vikum síðar var hún mætt á æfingar að nýju með dömuna sem hefur ekki hlotið nafn. Verður skírð í byrjun febrúar.stjarnan, fram, handbolti, kvenna, olÃs-deildin, lokaúrslit, leikur 4, sumar 2017„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil endurkoma þetta er en miðað við viðbrögð kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta og hafa komið að máli við mig þá er þetta svolítið óvenjulegt. Ég hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki,“ segir hún en daman er frumburður þeirra. Steinunn segir að daman sofi ekkert brjálæðislega mikið á næturnar en sé að öðru leyti mjög vær og góð. Steinunn ætlar að leita til sérfræðinga til að gera fyrirbyggjandi æfingar til að ekki komi bakslag. „Það eru nokkrar sem hafa komið að máli við mig og sagt að það komi hugsanlegt bakslag og ég er meðvituð um það. Mér líður vel og ég hugsa vel um líkamann og hann kvartar ekki enn og þá er engin ástæða til að hægja á sér. Líkaminn lætur vita og ef það væri eitthvað í gangi þá myndi ég bara slaka á. Ég hef verið þokkalega óheppin með meiðsli á ferlinum og kannski er líkaminn bara að borga til baka,“ segir hún og brosir. Steinunn hefur verið að taka dömuna með á æfingar en pabbinn stundar einnig íþróttir, er í Njarðvík í Domino’s-deild karla. Það má því búast við að íþróttir verði fyrirferðarmiklar í uppeldinu og hún muni heimsækja flest íþróttahús landsins áður en hún nær eins árs aldri. „Ég er rólegri þegar ég tek hana með á æfingar í staðinn fyrir að hún sé heima. Við erum margar mæður í Fram og elsta Frambarnið er að líta eftir minni sem er skemmtilegt. Það er fjölskyldustemning á æfingum og Stebbi þjálfari er vanur að vera með margra barna mæður á æfingum,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Auðvitað eru átök og ég svitnaði og þetta var erfitt á köflum en ég gekk ekki frá sjálfri mér. Ég fékk góða hvíld á milli og ég er í góðu standi,“ segir Steinunn Björnsdóttir sem var í leikmannahópi Fram í Olís-deildinni þegar liðið tapaði fyrir Haukum 24-23 á mánudag. Steinunn eignaðist sitt fyrsta barn þann 16. desember en var sett 2. janúar. Dömunni litlu lá hins vegar á að mæta í heiminn en minnstu munaði að pabbinn, Vilhjálmur Theodór Jónsson, missti af fæðingu frumburðarins. Hann var nefnilega í Glasgow enda ekki algengt að fyrsta barn sé mikið að drífa sig. „Hann rétt náði á fæðingardeildina. Kom klukkutíma fyrir fæðingu með einhverjum ótrúlegum hætti. Hann átti nefnilega að koma til Íslands á mánudeginum og ég held að hann hafi náð nokkrum klukkutímum í Glasgow,“ segir hún og hlær.Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum.Vísir/Hanna„Hann var að fara í verslunarferð með mömmu sinni og við vorum ekkert stressuð yfir að barnið væri að koma. Við veltum því alveg fyrir okkur en ætluðum að tækla það þegar þar að kæmi. Þetta var í raun hálfgerð bíómyndasaga hvernig hann komst heim og er skemmtileg minning og mjög skemmtilegt eftir á en það var ekkert endilega sérstakt á meðan á þessu stóð.“ Steinunn fór í fæðingarorlof föstudaginn 15. desember og vann til hádegis. Pakkaði þá saman og gekk út. Fór svo á æfingu. „Ég æfði en í litlu álagi og af mun minni ákefð en ég var mjög heppin alla meðgönguna, var með litla sem enga verki og var hraust og gat unnið. Ég fór í fæðingarorlof á föstudeginum um hádegi og litla daman kom daginn eftir. Ég fékk því hálfan sólarhring í orlofi.“ Hún segir að fæðingin hafi gengið vel og var hún lítið eftir sig eftir hana. Tveimur vikum síðar var hún mætt á æfingar að nýju með dömuna sem hefur ekki hlotið nafn. Verður skírð í byrjun febrúar.stjarnan, fram, handbolti, kvenna, olÃs-deildin, lokaúrslit, leikur 4, sumar 2017„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil endurkoma þetta er en miðað við viðbrögð kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta og hafa komið að máli við mig þá er þetta svolítið óvenjulegt. Ég hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki,“ segir hún en daman er frumburður þeirra. Steinunn segir að daman sofi ekkert brjálæðislega mikið á næturnar en sé að öðru leyti mjög vær og góð. Steinunn ætlar að leita til sérfræðinga til að gera fyrirbyggjandi æfingar til að ekki komi bakslag. „Það eru nokkrar sem hafa komið að máli við mig og sagt að það komi hugsanlegt bakslag og ég er meðvituð um það. Mér líður vel og ég hugsa vel um líkamann og hann kvartar ekki enn og þá er engin ástæða til að hægja á sér. Líkaminn lætur vita og ef það væri eitthvað í gangi þá myndi ég bara slaka á. Ég hef verið þokkalega óheppin með meiðsli á ferlinum og kannski er líkaminn bara að borga til baka,“ segir hún og brosir. Steinunn hefur verið að taka dömuna með á æfingar en pabbinn stundar einnig íþróttir, er í Njarðvík í Domino’s-deild karla. Það má því búast við að íþróttir verði fyrirferðarmiklar í uppeldinu og hún muni heimsækja flest íþróttahús landsins áður en hún nær eins árs aldri. „Ég er rólegri þegar ég tek hana með á æfingar í staðinn fyrir að hún sé heima. Við erum margar mæður í Fram og elsta Frambarnið er að líta eftir minni sem er skemmtilegt. Það er fjölskyldustemning á æfingum og Stebbi þjálfari er vanur að vera með margra barna mæður á æfingum,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira