Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:05 Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum Parks and Recreation og Master of None. Vísir/AFP Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira