Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00
Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51