Ísafjarðarapp fyrir forvitna ferðalanga Aron Ingi Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Haukur Sigurðsson vill leyfa ferðafólki að kynnast sögu bæjarbúa Ísafjarðar. Mynd/Haukur Sigurðsson Mannfræðingurinn Haukur Sigurðsson frá Ísafirði vinnur að því að setja á fót svokallað Ísafjarðarapp þessa dagana. Með því vill hann upplýsa ferðamenn um sögu bæjarins og fólksins á staðnum.Prufuútgáfa Ísafjarðarappsins verður tilbúin fyrir sumarið. Mynd/Haukur Sigurðsson„Margir heimamenn hafa talað um að það geti verið svolítið áreiti af ferðafólki, sérstaklega þeim sem koma með skemmtiferðaskipum. Þetta hefur jafnvel farið út í að ferðafólk sé að gægjast á glugga hjá fólki,“ segir Haukur. Yfir hundrað skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar á hverju sumri. „Það koma kannski átta þúsund og fimm hundruð manns í bæinn á hverjum degi, í bæ þar sem búa tvö þúsund og fimm hundruð. Það verður því svolítið kraðak og áreiti,“ segir Haukur sem kveður hugmyndina að appinu hafa kviknað er ferðafólk spurði hann ítrekað út í húsið, hann sjálfan og fjölskyldu hans. „Ég ákvað því að búa til app sem leyfir ferðamönnum að gægjast á glugga bæjarbúa, ekki þó í bókstaflegum skilningi, heldur í gegnum þetta app. Ég ætla að fá nokkra bæjarbúa með mér í lið og framleiða litlar stuttmyndir um fólkið og húsin þeirra, segja frá fjölskyldum þeirra og hvað þau gera. Þannig geta ferðamenn vafrað um Ísafjörð og fræðst um fólkið, bæinn og sögu bæjarins með því að nota appið.“ Haukur segir nokkra aðila koma að verkefninu. „Við erum nokkur sem deilum vinnuaðstöðu í gömlu Skóbúðinni á Ísafirði. Við erum að fara af stað með undirbúningsvinnu núna. Ef vel tekst til þá er aldrei að vita nema maður geti gert svipað fyrir aðra bæi á Vestfjörðum.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Mannfræðingurinn Haukur Sigurðsson frá Ísafirði vinnur að því að setja á fót svokallað Ísafjarðarapp þessa dagana. Með því vill hann upplýsa ferðamenn um sögu bæjarins og fólksins á staðnum.Prufuútgáfa Ísafjarðarappsins verður tilbúin fyrir sumarið. Mynd/Haukur Sigurðsson„Margir heimamenn hafa talað um að það geti verið svolítið áreiti af ferðafólki, sérstaklega þeim sem koma með skemmtiferðaskipum. Þetta hefur jafnvel farið út í að ferðafólk sé að gægjast á glugga hjá fólki,“ segir Haukur. Yfir hundrað skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar á hverju sumri. „Það koma kannski átta þúsund og fimm hundruð manns í bæinn á hverjum degi, í bæ þar sem búa tvö þúsund og fimm hundruð. Það verður því svolítið kraðak og áreiti,“ segir Haukur sem kveður hugmyndina að appinu hafa kviknað er ferðafólk spurði hann ítrekað út í húsið, hann sjálfan og fjölskyldu hans. „Ég ákvað því að búa til app sem leyfir ferðamönnum að gægjast á glugga bæjarbúa, ekki þó í bókstaflegum skilningi, heldur í gegnum þetta app. Ég ætla að fá nokkra bæjarbúa með mér í lið og framleiða litlar stuttmyndir um fólkið og húsin þeirra, segja frá fjölskyldum þeirra og hvað þau gera. Þannig geta ferðamenn vafrað um Ísafjörð og fræðst um fólkið, bæinn og sögu bæjarins með því að nota appið.“ Haukur segir nokkra aðila koma að verkefninu. „Við erum nokkur sem deilum vinnuaðstöðu í gömlu Skóbúðinni á Ísafirði. Við erum að fara af stað með undirbúningsvinnu núna. Ef vel tekst til þá er aldrei að vita nema maður geti gert svipað fyrir aðra bæi á Vestfjörðum.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira