Bruno Mars sigursæll á Grammy-verðlaununum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 07:45 Bruno Mars á Grammy-hátíðinni í gær. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna. Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna.
Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02