Óeðlilegt að nefndin stilli ráðherra upp við vegg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 20:00 Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira