Fyrirmynd „Rosie the Riveter“ látin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 15:15 Naomi Parker Farley þekkja flestir sem Rosie the Riveter. Vísir/Getty Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“ Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“
Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira