Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:30 Hilmar Þór Björnsson arkitekt var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þar talaði hann um borgarlínuna svokölluðu. Vísir/samsett mynd „Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira