Tíu árum síðar berast enn tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Tjónið í Suðurlandsskjálftanum í maí 2008 er metið á 15 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag. Skjálftinn var 6,3 að stærð. vísir/stefán Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag.
Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira