Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 14:32 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, reyndi ítrekað að fá upplýsingar um stöðu málsins frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að kæran hafði verið lögð fram. Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46