Limlestingar Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Frumvarp til laga um bann við því að klippa litlu tá vinstri fótar af sveinbörnum hefur vakið mikla athygli og það sem undarlegra er nokkrar deilur. Djók! Það þarf ekkert að lögfesta bann við því að fjarlægja tá af strákum. Það er svo galið að sérstakt bann er óþarft. Önnur og undarlegri lögmál gilda um blessaða forhúðina. Hana þarf að vernda með lögum fyrir draugum fortíðar sem ganga enn ljósum logum með tangir sínar og skurðartól. Það fyrirfinnst í alvöru fólk árið 2018 sem telur sér ljúft og skylt að standa vörð um getnaðarlimlestingar. Einna helst vegna þess að í einhverjum samfélögum sé fyrir þeim árþúsunda hefð og því sé barasta alveg ótækt að svipta foreldra réttinum til þess að láta limlesta börnin sín. Þeir sem standa vörð um umskurð drengja láta eins og það séu mannréttindi að foreldri geti með geðþóttaákvörðun látið skera í heilbrigðan vef á líkama barns síns. Reginfirra. Það eru forréttindi að geta refsilaust limlest barnið sitt. Fornaldarleg forréttindi sem ber að afnema. Hefðir geta verið ógeðslegar og mannfjandsamlegar, ekki síst þegar þær eiga rætur í grárri forneskju hvar heimska, bábiljur og hindurvitni voru merkingarmiðjan. Í Kína er löng hefð fyrir dauðarefsingum. Í Afganistan er góð og gild hefð fyrir því að grýta konur fyrir minna en engar sakir. Að sjálfsögðu ber okkur að fordæma slíka villimennsku hvað sem öllum hefðum og fornum hálfvitagangi líður. Manneskjan er snilldarlega samansett frá náttúrunnar hendi og allt, nema kannski botnlanginn, er nákvæmlega á sínum rétta stað. Þetta á við bæði um litlu tá og forhúðina á strákunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp til laga um bann við því að klippa litlu tá vinstri fótar af sveinbörnum hefur vakið mikla athygli og það sem undarlegra er nokkrar deilur. Djók! Það þarf ekkert að lögfesta bann við því að fjarlægja tá af strákum. Það er svo galið að sérstakt bann er óþarft. Önnur og undarlegri lögmál gilda um blessaða forhúðina. Hana þarf að vernda með lögum fyrir draugum fortíðar sem ganga enn ljósum logum með tangir sínar og skurðartól. Það fyrirfinnst í alvöru fólk árið 2018 sem telur sér ljúft og skylt að standa vörð um getnaðarlimlestingar. Einna helst vegna þess að í einhverjum samfélögum sé fyrir þeim árþúsunda hefð og því sé barasta alveg ótækt að svipta foreldra réttinum til þess að láta limlesta börnin sín. Þeir sem standa vörð um umskurð drengja láta eins og það séu mannréttindi að foreldri geti með geðþóttaákvörðun látið skera í heilbrigðan vef á líkama barns síns. Reginfirra. Það eru forréttindi að geta refsilaust limlest barnið sitt. Fornaldarleg forréttindi sem ber að afnema. Hefðir geta verið ógeðslegar og mannfjandsamlegar, ekki síst þegar þær eiga rætur í grárri forneskju hvar heimska, bábiljur og hindurvitni voru merkingarmiðjan. Í Kína er löng hefð fyrir dauðarefsingum. Í Afganistan er góð og gild hefð fyrir því að grýta konur fyrir minna en engar sakir. Að sjálfsögðu ber okkur að fordæma slíka villimennsku hvað sem öllum hefðum og fornum hálfvitagangi líður. Manneskjan er snilldarlega samansett frá náttúrunnar hendi og allt, nema kannski botnlanginn, er nákvæmlega á sínum rétta stað. Þetta á við bæði um litlu tá og forhúðina á strákunum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun