Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2018 20:00 Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34