Risastíflan og stækkun Evrópu Stefán Pálsson skrifar 4. febrúar 2018 10:00 Sörgel vildi reisa stærstu stíflu í heimi um Gíbraltarsund. Í henni yrði jafnframt vatnsaflsvirkjun upp á 50.000 megavött eða sem samsvarar átta Kárahnjúkavirkjunum. Annað eins afl yrði framleitt í risavirkjunum í Afríku og við stíflur í Hellusundi og milli Ítalíu, Sikileyjar og Túnis. Enski rithöfundurinn H.G. Wells var kunnastur fyrir vísindaskáldsögur sínar, svo sem Innrásina frá Mars. Hann var þó einnig afkastamikill höfundur alþýðlegra sagnfræðirita. Í einu slíku, frá árinu 1921, varpaði Wells fram tilgátu um mestu hamfarir í sögu mannkyns. Kenning hans var sú að landbrú hefði verið á milli Afríku og Evrópu allt til loka síðustu ísaldar fyrir um tíu til þrjátíu þúsund árum. Miðjarðarhaf hafi því verið lokað innhaf og sjávarstaða þess miklu lægri en Atlantshafsins. Gíbraltarsund hafi svo opnast og vatn streymt inn í Miðjarðarhafið með gríðarlegum flóðum og hörmungum fyrir mannfólk það sem áður hafði búið á svæðinu. Er auðvelt að gera sér í hugarlund að slíkar hamfarir hefðu getað orðið kveikja að goðsögnum á borð við þá af Nóaflóðinu. Aðrir höfundar hafa freistast til að láta þessa atburði gerast ennþá nær okkur í tíma og skýra með því sagnirnar um horfnu borgina Atlantis. Skemmst er frá því að segja að tilgáta Wells var röng. Sjór var farinn að streyma úr Atlantshafi í Miðjarðarhaf um Gíbraltarsund löngu áður en Homo sapiens kom fram á sjónarsviðið. Atburðarás á borð við þá sem hann lýsti hafði hins vegar átt sér stað miklu fyrr, eða fyrir meira en fimm milljónum ára. Þá hafði Miðjarðarhafið lokast í tugi eða hundruð þúsunda ára en opnast á ný með gríðarlegum flóðum. Eru miklar saltnámur í Evrópu og Afríku ein helsta vísbendingin um þessa jarðfræðilegu þróun. Það voru einmitt rannsóknir náttúruvísindamanna sem urðu Wells innblástur í kenningasmíðinni. Með því að reikna út uppgufun Miðjarðarhafsins samanborið við það vatn sem í það bærist, var ljóst að ef ekki kæmi til sjór úr Atlantshafi myndi þetta sögufræga haf skreppa skjótt saman. Slíkar breytingar mátti svo nota til að skýra eitt og annað í náttúrusögu svæðisins. Skrif jarðfræðinga um forna sjávarstöðu Miðjarðarhafsins urðu H.G. Wells uppspretta vangaveltna um fortíðina, en fyrir þýska arkitektinn Herman Sörgel urðu þau kveikjan að framtíðarsýn.Tæknin tryggir friðinn Sörgel fæddist í Bæjaralandi árið 1885 og nam byggingarlist við Tækniháskólann í München. Hann tileinkaði sér hugmyndafræði Bauhaus-hreyfingarinnar, sem var allsráðandi í þýskum arkitektúr á þriðja áratugnum. Forsprakkar Bauhaus boðuðu samruna fagurfræði byggingarlistar og tæknilegrar verkkunnáttu. Að þeirra mati ætti hönnun fyrst og fremst að vera hagnýt og þannig gæti hún breytt samfélaginu og bætt það. Sörgel þótti slyngur arkitekt, en það voru þó ekki einstakar byggingar sem héldu nafni hans á lofti, heldur stórkarlalegar skipulagshugmyndir. Líkt og svo margir evrópskir menntamenn óttaðist hann að ný heimsstyrjöld væri yfirvofandi. Þýska þjóðin sleikti sárin eftir stríðið og hætt var við að öfgaöfl sem krefðust landvinninga og „lífsrýmis“ næðu eyrum almennings. Jafnframt þótti mörgum sem Evrópa mætti muna sinn fífil fegri. Heimsálfan væri snauð af náttúruauðlindum en í Ameríku og Asíu væru rísandi stórveldi sem væru hægt og bítandi að ræna Evrópubúa forystuhlutverki þeirra. Niðurstaða Sörgels var sú að ríki Evrópu yrðu að hætta að bítast sín á milli um takmarkaðar auðlindir, heldur sækja á ný mið og fá útrás fyrir orku sína og metnað með því að vinna að sameiginlegu markmiði í stað hernaðarbrölts. Það markmið væri sameining Evrópu og Afríku! Sörgel vildi reisa stærstu stíflu í heimi um Gíbraltarsund. Í henni yrði jafnframt vatnsaflsvirkjun upp á 50.000 megavött eða sem samsvarar átta Kárahnjúkavirkjunum. Annað eins afl yrði framleitt í risavirkjunum í Afríku og við stíflur í Hellusundi og milli Ítalíu, Sikileyjar og Túnis. Þar með yrði orkuþörf Evrópu fullnægt til frambúðar, auk þess sem stríð yrðu úr sögunni þar sem stjórn virkjananna væri falin alþjóðlegri stofnun sem myndi einfaldlega skrúfa fyrir rafmagnið til þeirra ríkja sem brytu gegn alþjóðalögum. Með þessu móti myndi yfirborð Miðjarðarhafsins lækka um allt að 200 metra og til verða landsvæði á stærð við Frakkland. Ekki vildi Sörgel láta þar staðar numið, heldur sá hann fyrir sér að veita Kongófljótinu í norðurátt og skapa þannig tvö risavaxin stöðuvötn í miðri Afríku. Úr þeim yrði vatninu svo veitt um Sahara-eyðimörkina til að græða hana upp. Auk þess að skapa mikið ræktarland, áttu breytingarnar að gjörbylta samgöngum. Með landbrú milli Ítalíu og Afríku yrði hægt að leggja járnbrautarteina frá Jóhannesarborg til Berlínar. Iðnaður Evrópubúa myndi blómstra með auðveldu aðgengi að gjöfulum og ódýrum náttúruauðlindum Afríku.Evrópsk yfirráð Óhætt er að segja að framtíðarsýn Sörgels hafi verið Evrópumiðuð og einkennst af ótrúlegum hroka í garð Afríkubúa, sem áttu einvörðungu að leggja herraþjóðunum í norðri til hráefni. Ekkert var hugsað út í afleiðingarnar fyrir íbúa álfunnar, en stöðuvötnin í Kongófljóti hefðu sökkt heilu löndunum. Raunar taldi Sörgel það sérstök rök fyrir því að þjóðir Evrópu slíðruðu sverðin að með því mætti framlengja nýlendustefnuna í Afríku. Skeytingarleysið var svipað varðandi umhverfisáhrif þessara tröllslegu áætlana. Virtist arkitektinn engar áhyggjur hafa af lífríki í þessu sambandi. Að svo miklu leyti sem Sörgel leiddi hugann að slíkum þáttum, taldi hann að afleiðingarnar yrðu að mestu leyti jákvæðar. Þannig myndu breytingar á hafstraumum líklega valda því að veðurfar yrði betra í Norður-Evrópu og hagsmunir íbúa þeirra svæða skiptu jú mestu máli. Á sama hátt kærði Sörgel sig kollóttan um afdrif þeirra hafnarborga við Miðjarðarhafið sem snögglega yrðu komnar inn í mitt land. Undantekning á þessu voru þó Feneyjar, en til að varðveita þá sögufrægu borg sá Þjóðverjinn fyrir sér að útbúið yrði manngert sjávarlón við borgina sem tengt yrði til hafs með miklum skipaskurði. Mannvirkjagerð sú, sem áformin gerðu ráð fyrir, hefði orðið sú umfangsmesta í sögunni og voru skiptar skoðanir um hvort unnt væri að framleiða allt það sement sem stíflugarðurinn við Gíbraltar hefði kallað á. Engu að síður hreyfði hugmyndin við mörgum og til varð félagsskapur fólks sem barðist fyrir verkefninu.Áhugalausir nasistar Við valdatöku nasista í Þýskalandi freistaði Sörgel þess að vekja áhuga hinna nýju valdhafa á málinu. Nasistar kærðu sig hins vegar lítið um að vinna ný lönd til suðurs, heldur var hugur þeirra bundinn við Austur-Evrópu, þar sem skapa skyldi aríska kynstofninum lífsrými. Árin fram að seinni heimsstyrjöldinni fór því lítið fyrir tillögum Sörgels, enda forysturíki Evrópu fremur í stríðshug en að stefna á víðtæka samvinnu. Áhugaleysi Þriðja ríkisins um stíflun Miðjarðarhafsins kom sér vel að stríði loknu. Í stað þess að hugmyndinni væri varpað á ruslahauga sögunnar líkt og hverri annarri sturlaðri nasistahugmynd var hægt að dusta rykið af tillögunum og kynna sem leið til endurreisnar Evrópu og framlag til friðsamlegrar framtíðar í álfunni. Næstu árin var Sörgel óþreytandi að ferðast um heiminn að kynna framtíðarsýn sína og tókst að vinna ýmsa á sitt band. Á leið til fyrirlestrar um hugðarefni sitt við München-háskóla síðla árs 1952 gekk hann í veg fyrir bifreið sem kom aðvífandi og lést af sárum sínum fáeinum dögum síðar. Hann varð 67 ára gamall. Án æðstaprests síns átti söfnuður Sörgels ekki langra lífdaga auðið. Eftir því sem leið á sjötta áratuginn fækkaði sífellt þeim sem létu sig dreyma um risastíflurnar umhverfis Miðjarðarhafið. Þar spiluðu margir þættir inn í. Tök Evrópuríkja á gömlum nýlendum sínum í Afríku fóru minnkandi og flestum mátti ljóst vera að ekki yrði unnt að ráðskast með þær til framtíðar líkt og verið hafði. Það voru þó tækninýjungar og þá sérstaklega óraunhæfar væntingar til kjarnorkutækninnar sem endanlega gerðu út af við drauminn um samruna Evrópu og Afríku. Hugmyndin um að leysa raforkuþörf Evrópu með risavirkjununum hafði verið það atriði í hugmyndum Sörgels sem helst hafði náð eyrum fólks. Með kjarnorkuverum töldu margir að orkuvandi heimsins væri úr sögunni. Raforkuframleiðsla með kjarnorkuverum var talin vandkvæðalaus tækni sem hlyti að verða sífellt auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Andspænis slíkri framtíðarsýn virtust hugmyndir um risastíflur til að virkja sjávarföllin úreltar og alltof flóknar. Minna þær vangaveltur óneitanlega á íslensk skrif í upphafi sjöunda áratugarins þess efnis að síðustu forvöð væru fyrir landsmenn að virkja jökulárnar áður en nútímakjarnorkutækni kippti endanlega fótunum undan vatnsaflsvirkjunum. Saga til næsta bæjar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Enski rithöfundurinn H.G. Wells var kunnastur fyrir vísindaskáldsögur sínar, svo sem Innrásina frá Mars. Hann var þó einnig afkastamikill höfundur alþýðlegra sagnfræðirita. Í einu slíku, frá árinu 1921, varpaði Wells fram tilgátu um mestu hamfarir í sögu mannkyns. Kenning hans var sú að landbrú hefði verið á milli Afríku og Evrópu allt til loka síðustu ísaldar fyrir um tíu til þrjátíu þúsund árum. Miðjarðarhaf hafi því verið lokað innhaf og sjávarstaða þess miklu lægri en Atlantshafsins. Gíbraltarsund hafi svo opnast og vatn streymt inn í Miðjarðarhafið með gríðarlegum flóðum og hörmungum fyrir mannfólk það sem áður hafði búið á svæðinu. Er auðvelt að gera sér í hugarlund að slíkar hamfarir hefðu getað orðið kveikja að goðsögnum á borð við þá af Nóaflóðinu. Aðrir höfundar hafa freistast til að láta þessa atburði gerast ennþá nær okkur í tíma og skýra með því sagnirnar um horfnu borgina Atlantis. Skemmst er frá því að segja að tilgáta Wells var röng. Sjór var farinn að streyma úr Atlantshafi í Miðjarðarhaf um Gíbraltarsund löngu áður en Homo sapiens kom fram á sjónarsviðið. Atburðarás á borð við þá sem hann lýsti hafði hins vegar átt sér stað miklu fyrr, eða fyrir meira en fimm milljónum ára. Þá hafði Miðjarðarhafið lokast í tugi eða hundruð þúsunda ára en opnast á ný með gríðarlegum flóðum. Eru miklar saltnámur í Evrópu og Afríku ein helsta vísbendingin um þessa jarðfræðilegu þróun. Það voru einmitt rannsóknir náttúruvísindamanna sem urðu Wells innblástur í kenningasmíðinni. Með því að reikna út uppgufun Miðjarðarhafsins samanborið við það vatn sem í það bærist, var ljóst að ef ekki kæmi til sjór úr Atlantshafi myndi þetta sögufræga haf skreppa skjótt saman. Slíkar breytingar mátti svo nota til að skýra eitt og annað í náttúrusögu svæðisins. Skrif jarðfræðinga um forna sjávarstöðu Miðjarðarhafsins urðu H.G. Wells uppspretta vangaveltna um fortíðina, en fyrir þýska arkitektinn Herman Sörgel urðu þau kveikjan að framtíðarsýn.Tæknin tryggir friðinn Sörgel fæddist í Bæjaralandi árið 1885 og nam byggingarlist við Tækniháskólann í München. Hann tileinkaði sér hugmyndafræði Bauhaus-hreyfingarinnar, sem var allsráðandi í þýskum arkitektúr á þriðja áratugnum. Forsprakkar Bauhaus boðuðu samruna fagurfræði byggingarlistar og tæknilegrar verkkunnáttu. Að þeirra mati ætti hönnun fyrst og fremst að vera hagnýt og þannig gæti hún breytt samfélaginu og bætt það. Sörgel þótti slyngur arkitekt, en það voru þó ekki einstakar byggingar sem héldu nafni hans á lofti, heldur stórkarlalegar skipulagshugmyndir. Líkt og svo margir evrópskir menntamenn óttaðist hann að ný heimsstyrjöld væri yfirvofandi. Þýska þjóðin sleikti sárin eftir stríðið og hætt var við að öfgaöfl sem krefðust landvinninga og „lífsrýmis“ næðu eyrum almennings. Jafnframt þótti mörgum sem Evrópa mætti muna sinn fífil fegri. Heimsálfan væri snauð af náttúruauðlindum en í Ameríku og Asíu væru rísandi stórveldi sem væru hægt og bítandi að ræna Evrópubúa forystuhlutverki þeirra. Niðurstaða Sörgels var sú að ríki Evrópu yrðu að hætta að bítast sín á milli um takmarkaðar auðlindir, heldur sækja á ný mið og fá útrás fyrir orku sína og metnað með því að vinna að sameiginlegu markmiði í stað hernaðarbrölts. Það markmið væri sameining Evrópu og Afríku! Sörgel vildi reisa stærstu stíflu í heimi um Gíbraltarsund. Í henni yrði jafnframt vatnsaflsvirkjun upp á 50.000 megavött eða sem samsvarar átta Kárahnjúkavirkjunum. Annað eins afl yrði framleitt í risavirkjunum í Afríku og við stíflur í Hellusundi og milli Ítalíu, Sikileyjar og Túnis. Þar með yrði orkuþörf Evrópu fullnægt til frambúðar, auk þess sem stríð yrðu úr sögunni þar sem stjórn virkjananna væri falin alþjóðlegri stofnun sem myndi einfaldlega skrúfa fyrir rafmagnið til þeirra ríkja sem brytu gegn alþjóðalögum. Með þessu móti myndi yfirborð Miðjarðarhafsins lækka um allt að 200 metra og til verða landsvæði á stærð við Frakkland. Ekki vildi Sörgel láta þar staðar numið, heldur sá hann fyrir sér að veita Kongófljótinu í norðurátt og skapa þannig tvö risavaxin stöðuvötn í miðri Afríku. Úr þeim yrði vatninu svo veitt um Sahara-eyðimörkina til að græða hana upp. Auk þess að skapa mikið ræktarland, áttu breytingarnar að gjörbylta samgöngum. Með landbrú milli Ítalíu og Afríku yrði hægt að leggja járnbrautarteina frá Jóhannesarborg til Berlínar. Iðnaður Evrópubúa myndi blómstra með auðveldu aðgengi að gjöfulum og ódýrum náttúruauðlindum Afríku.Evrópsk yfirráð Óhætt er að segja að framtíðarsýn Sörgels hafi verið Evrópumiðuð og einkennst af ótrúlegum hroka í garð Afríkubúa, sem áttu einvörðungu að leggja herraþjóðunum í norðri til hráefni. Ekkert var hugsað út í afleiðingarnar fyrir íbúa álfunnar, en stöðuvötnin í Kongófljóti hefðu sökkt heilu löndunum. Raunar taldi Sörgel það sérstök rök fyrir því að þjóðir Evrópu slíðruðu sverðin að með því mætti framlengja nýlendustefnuna í Afríku. Skeytingarleysið var svipað varðandi umhverfisáhrif þessara tröllslegu áætlana. Virtist arkitektinn engar áhyggjur hafa af lífríki í þessu sambandi. Að svo miklu leyti sem Sörgel leiddi hugann að slíkum þáttum, taldi hann að afleiðingarnar yrðu að mestu leyti jákvæðar. Þannig myndu breytingar á hafstraumum líklega valda því að veðurfar yrði betra í Norður-Evrópu og hagsmunir íbúa þeirra svæða skiptu jú mestu máli. Á sama hátt kærði Sörgel sig kollóttan um afdrif þeirra hafnarborga við Miðjarðarhafið sem snögglega yrðu komnar inn í mitt land. Undantekning á þessu voru þó Feneyjar, en til að varðveita þá sögufrægu borg sá Þjóðverjinn fyrir sér að útbúið yrði manngert sjávarlón við borgina sem tengt yrði til hafs með miklum skipaskurði. Mannvirkjagerð sú, sem áformin gerðu ráð fyrir, hefði orðið sú umfangsmesta í sögunni og voru skiptar skoðanir um hvort unnt væri að framleiða allt það sement sem stíflugarðurinn við Gíbraltar hefði kallað á. Engu að síður hreyfði hugmyndin við mörgum og til varð félagsskapur fólks sem barðist fyrir verkefninu.Áhugalausir nasistar Við valdatöku nasista í Þýskalandi freistaði Sörgel þess að vekja áhuga hinna nýju valdhafa á málinu. Nasistar kærðu sig hins vegar lítið um að vinna ný lönd til suðurs, heldur var hugur þeirra bundinn við Austur-Evrópu, þar sem skapa skyldi aríska kynstofninum lífsrými. Árin fram að seinni heimsstyrjöldinni fór því lítið fyrir tillögum Sörgels, enda forysturíki Evrópu fremur í stríðshug en að stefna á víðtæka samvinnu. Áhugaleysi Þriðja ríkisins um stíflun Miðjarðarhafsins kom sér vel að stríði loknu. Í stað þess að hugmyndinni væri varpað á ruslahauga sögunnar líkt og hverri annarri sturlaðri nasistahugmynd var hægt að dusta rykið af tillögunum og kynna sem leið til endurreisnar Evrópu og framlag til friðsamlegrar framtíðar í álfunni. Næstu árin var Sörgel óþreytandi að ferðast um heiminn að kynna framtíðarsýn sína og tókst að vinna ýmsa á sitt band. Á leið til fyrirlestrar um hugðarefni sitt við München-háskóla síðla árs 1952 gekk hann í veg fyrir bifreið sem kom aðvífandi og lést af sárum sínum fáeinum dögum síðar. Hann varð 67 ára gamall. Án æðstaprests síns átti söfnuður Sörgels ekki langra lífdaga auðið. Eftir því sem leið á sjötta áratuginn fækkaði sífellt þeim sem létu sig dreyma um risastíflurnar umhverfis Miðjarðarhafið. Þar spiluðu margir þættir inn í. Tök Evrópuríkja á gömlum nýlendum sínum í Afríku fóru minnkandi og flestum mátti ljóst vera að ekki yrði unnt að ráðskast með þær til framtíðar líkt og verið hafði. Það voru þó tækninýjungar og þá sérstaklega óraunhæfar væntingar til kjarnorkutækninnar sem endanlega gerðu út af við drauminn um samruna Evrópu og Afríku. Hugmyndin um að leysa raforkuþörf Evrópu með risavirkjununum hafði verið það atriði í hugmyndum Sörgels sem helst hafði náð eyrum fólks. Með kjarnorkuverum töldu margir að orkuvandi heimsins væri úr sögunni. Raforkuframleiðsla með kjarnorkuverum var talin vandkvæðalaus tækni sem hlyti að verða sífellt auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Andspænis slíkri framtíðarsýn virtust hugmyndir um risastíflur til að virkja sjávarföllin úreltar og alltof flóknar. Minna þær vangaveltur óneitanlega á íslensk skrif í upphafi sjöunda áratugarins þess efnis að síðustu forvöð væru fyrir landsmenn að virkja jökulárnar áður en nútímakjarnorkutækni kippti endanlega fótunum undan vatnsaflsvirkjunum.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira