Meiri snjókoma fylgir næsta stormi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:50 Von er á næsta stormi strax á sunnudag og honum fylgir meiri snjókoma en þeim sem gengið hefur yfir landið síðan í gærkvöldi. VÍSIR/ERNIR Óveðrið sem geisað hefur víða um land síðan í gærkvöldi byrjar að ganga niður upp úr klukkan 10 á höfuðborgarsvæðinu en strax upp úr klukkan 8 á Reykjanesi að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á Norðurlandi vestra verður búið að lægja um og upp úr hádegi og á Norðurlandi eystra gengur veðrið niður í kvöld. Enn er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og gul viðvörun í gildi að öðru leyti fyrir landið allt. Sjá einnig:Vegir lokaðir víða um land og strætóferðir falla niður Það er síðan von á næsta stormi strax næsta sunnudag. Segir Daníel að þá verði mjög suðlæg átt og hvað hvassast á svipuðum slóðum og verið hefur í þessu óveðri. Það sem sé hins vegar ólíkt með stormunum tveimur er að meiri snjókoma fylgir þeim sem kemur á sunnudag. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Daníel að það hafi verið víða um vestanvert landið en á norðanverðu Snæfellsnesi var vindurinn hvað sterkastur. Þannig hafi meðalvindhraði á Laxárdalsheiði verið um 35 metrar á sekúndu. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands voru mestu vindhviðurnar í nótt á Skarðsheiði, 64 metrar á sekúndu, 53 metrar á sekúndu við Hafnarfjall og 52 metrar á sekúndu við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 metrar á sekúndu frá klukkan 21 í gærkvöldi til klukkan 3 í nótt.Hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofunnar:Dagurinn byrjar á suðaustan stormi eða roki um landið V-vert. Á milli kl 9 og 11 dregur hratt úr vindinum S- og V-lands þegar snýst í suðvestan 8-15 m/s, en í Húnavatnssýslunum gengur veðrið niður um hádegi.Með morgninum er enn að hvessa um landið A-vert og verður stormur þar fram yfir hádegi, en síðdegis ætti mesti veðurofsinn að vera liðinn hjá.Í fyrstu er rigning á láglendi, en með suðvestanáttinni fer kólnandi og er útlit fyrir slydduél og síðan él um landið S- og V-vert, en úrkomulítið NA-lands.Á morgun spáir suðvestanátt og éljum V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Á sunnudag gengur síðan í sunnan storm eða rok og gera spár ráð fyrir talsverðri rigningu S- og V-til.Mesti meðalvindhraði í nótt hefur verið:43 m/s í Kerlingarfjöllum, 36 m/s við Kolku og Skálafell, og 35 m/s á Laxárdalsheiði.Mestu vindhviðurnar voru:64 m/s á Skarðsheiði, 53 m/s við Hafnarfjall og 52 m/s við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 m/s frá kl. 21 í gærkvöldi til kl. 3 í nótt.Eins og segir er veðrið ekki liðið hjá og því ekki útilokað að hærri tölur mælist í dag.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Suðaustan 18-25 m/s V-til og gengur einnig í sunnan hvassviðri eða storm A-lands með morgninum. Slydda eða rigning á láglendi, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig.Snýst í allhvassa suðvestlæga átt með slydduéljum um V-vert landið laust fyrir hádegi, en áfram sunnan hvassviðri eða stormur A-til fram eftir degi og rigning SA-lands. Kólnar í veðri.Suðvestan 8-15 m/s og él í kvöld og á morgun, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig inn til landsins en hiti um og yfir frostmarki víða við ströndina.Á sunnudag:Gengur í sunnan 20-25 m/s og víða mikil rigning, einkum á V-verðu landinu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast nyrst. Suðvestanhvassviðri V-lands um kvöldið með slyddu og kólnar aftur.Á mánudag:Suðvestan 10-18 m/s og éljahryðjur á V-verðu landinu, en heldur hægari A-til og léttskýjað. Harðnandi frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og stöku él V-lands í fyrstu, annars víða bjart. Vaxandi suðlæg átt um kvöldið. Áfram talsvert frost, allt að 15 stig í innsveitum NA-til.Á miðvikudag:Hvöss sunnanátt með rigningu eða slyddu, en snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar þegar líður á daginn.Á fimmtudag:Áframhaldandi suðvestanátt með éljum um landið V-vert, en bjart eystra og kólnar enn frekar í veðri. Veður Tengdar fréttir Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Óveðrið sem geisað hefur víða um land síðan í gærkvöldi byrjar að ganga niður upp úr klukkan 10 á höfuðborgarsvæðinu en strax upp úr klukkan 8 á Reykjanesi að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á Norðurlandi vestra verður búið að lægja um og upp úr hádegi og á Norðurlandi eystra gengur veðrið niður í kvöld. Enn er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og gul viðvörun í gildi að öðru leyti fyrir landið allt. Sjá einnig:Vegir lokaðir víða um land og strætóferðir falla niður Það er síðan von á næsta stormi strax næsta sunnudag. Segir Daníel að þá verði mjög suðlæg átt og hvað hvassast á svipuðum slóðum og verið hefur í þessu óveðri. Það sem sé hins vegar ólíkt með stormunum tveimur er að meiri snjókoma fylgir þeim sem kemur á sunnudag. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Daníel að það hafi verið víða um vestanvert landið en á norðanverðu Snæfellsnesi var vindurinn hvað sterkastur. Þannig hafi meðalvindhraði á Laxárdalsheiði verið um 35 metrar á sekúndu. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands voru mestu vindhviðurnar í nótt á Skarðsheiði, 64 metrar á sekúndu, 53 metrar á sekúndu við Hafnarfjall og 52 metrar á sekúndu við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 metrar á sekúndu frá klukkan 21 í gærkvöldi til klukkan 3 í nótt.Hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofunnar:Dagurinn byrjar á suðaustan stormi eða roki um landið V-vert. Á milli kl 9 og 11 dregur hratt úr vindinum S- og V-lands þegar snýst í suðvestan 8-15 m/s, en í Húnavatnssýslunum gengur veðrið niður um hádegi.Með morgninum er enn að hvessa um landið A-vert og verður stormur þar fram yfir hádegi, en síðdegis ætti mesti veðurofsinn að vera liðinn hjá.Í fyrstu er rigning á láglendi, en með suðvestanáttinni fer kólnandi og er útlit fyrir slydduél og síðan él um landið S- og V-vert, en úrkomulítið NA-lands.Á morgun spáir suðvestanátt og éljum V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Á sunnudag gengur síðan í sunnan storm eða rok og gera spár ráð fyrir talsverðri rigningu S- og V-til.Mesti meðalvindhraði í nótt hefur verið:43 m/s í Kerlingarfjöllum, 36 m/s við Kolku og Skálafell, og 35 m/s á Laxárdalsheiði.Mestu vindhviðurnar voru:64 m/s á Skarðsheiði, 53 m/s við Hafnarfjall og 52 m/s við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 m/s frá kl. 21 í gærkvöldi til kl. 3 í nótt.Eins og segir er veðrið ekki liðið hjá og því ekki útilokað að hærri tölur mælist í dag.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Suðaustan 18-25 m/s V-til og gengur einnig í sunnan hvassviðri eða storm A-lands með morgninum. Slydda eða rigning á láglendi, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig.Snýst í allhvassa suðvestlæga átt með slydduéljum um V-vert landið laust fyrir hádegi, en áfram sunnan hvassviðri eða stormur A-til fram eftir degi og rigning SA-lands. Kólnar í veðri.Suðvestan 8-15 m/s og él í kvöld og á morgun, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig inn til landsins en hiti um og yfir frostmarki víða við ströndina.Á sunnudag:Gengur í sunnan 20-25 m/s og víða mikil rigning, einkum á V-verðu landinu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast nyrst. Suðvestanhvassviðri V-lands um kvöldið með slyddu og kólnar aftur.Á mánudag:Suðvestan 10-18 m/s og éljahryðjur á V-verðu landinu, en heldur hægari A-til og léttskýjað. Harðnandi frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og stöku él V-lands í fyrstu, annars víða bjart. Vaxandi suðlæg átt um kvöldið. Áfram talsvert frost, allt að 15 stig í innsveitum NA-til.Á miðvikudag:Hvöss sunnanátt með rigningu eða slyddu, en snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar þegar líður á daginn.Á fimmtudag:Áframhaldandi suðvestanátt með éljum um landið V-vert, en bjart eystra og kólnar enn frekar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15