„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 09:05 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“ Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“
Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59